Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Fræðslustund

Höfundur: rosahard on . Posted in Fréttir

Félag fagfólks á skólasöfnum stendur fyrir

Fræðslustund í Valhúsaskóla við Skólabraut Seltjarnarnesi

mánudaginn 9. október kl. 14:30 – 17:30

Dagskrá

14:30-15:00 Kristjana Mjöll J. Hjörvar, upplýsingafræðingur Landsbókasafni og formaður

Upplýsingar. Kristjana Mjöll segir frá Global Vision sem var verkefni IFLA ráðstefnu sem hún sótti í sumar.

15:00-15:20 Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar, Menningar

og ferðamálasviði / Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Harpa mun kynna Sögur, sem er í grunninn lestrarhvetjandi verkefni unnið í samstarfi við SÍUNG, KrakkaRÚV, Menntamálastofnun, IBBÝ, Upplýsingu, Reykjavík

bókmenntaborg UNESCO o.fl. sem vinna með börnum og fyrir börn (allir mega vera

með). Verðlaunahátíð barnanna verður haldin í tengslum við verkefnið.

15:20-15:30 Ragnhildur Birgisdóttir kynnir skólasafn Valhúsaskóla og heimasíðu safnsins.

15:30- 16:00 Kaffi, spjall og skólasafn Valhúsaskóla skoðað.

Óskað er eftir að gestir greiði 500 kr. í kaffisjóð.

16:00-16:15 Bryndís Loftsdóttir frá Félagi íslenskra bókaútgefenda kynnir Barnabókamessu sem

Félag íslenskra bókaútgefenda mun í samstarfi við Reykjavíkurborg efna til þann

27. október. Um er að ræða lokaðan viðburð, aðeins opinn stjórnendum

skólabókasafna í grunnskólum og leikskólum á Íslandi.

Gestum messunnar verður boðið að ræða við útgefendur og höfunda, skoða allar nýjustu barna- og ungmennabækurnar og ganga frá kaupum á nýjum bókum á sér sömdu verði sem aðeins verður í boði þennan eina dag. Tilgangur verkefnisins er að efla læsi barna og ungmenna, efla innlendan bókakost skólabókasafna og leikskóla í Reykjavík og jafnframt vekja athygli á útgáfu innlendra barna- og ungmennabóka.

16:15-16:45 Jóhanna Guðríður Ólafsson, Flataskóla, grunnskólakennari með íslensku sem

kennslufag, flytur 20 mínútna erindi um mikilvægi þess að nemendur tileinki sér vinnubrögð sem gilda í fræðilegum skrifum. Í samstarfi við skólasafnið læra nemendur í 7. bekk að móta rannsóknarspurningar, skrá og meta heimildir ásamt fleiru sem tengist fræðilegri ritun og skrifa rannsóknarritgerð á skólasafni. Eftir erindið eru gefnar 10 mínútur í umræður.

16:45-17:15 Dröfn Vilhjálmsdóttir, upplýsingafræðingur, Heiða Rúnarsdóttir, grunnskólakennari

og upplýsingafræðingur og Rósa Harðardóttir, grunnskólakennari.

Þær segja frá námsferð til Stokkhólms og bera m.a. saman aðstæður á skólasöfnum þar og hér.

17:15-17:30 Almennar umræður um starfsemi skólasafna/upplýsingavera.

Gestgjafi: Ragnhildur Birgisdóttir grunnskólakennari

Prenta

"Eitt ljóð á dag" í Ártúnsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Lestrarátakið „Eitt ljóð á dag" stóð yfir frá 16.-27. janúar. Í ár var lestrarátakið helgað ljóðalestri. Lögð var áhersla á vandaðan upplestur, framsögn og túlkun ljóða, ásamt ljóðaútskýringum.
Eitt ljóð á dag var lesið upp fyrir aðra í skóla, t.d. vin, sessunaut, bekkinn, starfsfólk, leikskólabörn eða á sal. Þetta gat verið eitt ljóð valið af kennara eða ljóð sem nemendur velja sér. Áður en til upplestar kom þurftu nemendur að æfa sig, annað hvort í skóla eða heima. Með hverju lesnu ljóði upphátt var fyllt út hringform með heiti ljóðs, höfundar og upplesara. Þetta gátu verið einstaklingur, hópur eða bekkurinn í heild. Hver árgangur hafði sinn lit og voru liðirnir festir upp á sameiginlegan orm.
Litir bekkja: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur
Loka afurð átaksins var því ljóðaormur nemenda sem liðast um ganga skólans.

pdfBréf til foreldra

pdfBréf til kennara

pdfLjóðahringur

Prenta

Drekalestur

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Vignir Ljósálfur Jónsson sem veitir safninu í Lauganesskóla í Reykjavík forstöðu á frumkvæðið að skemmtilegu lestrarverkefni sem hefur svo sannarlega kveikt í fleirum en nemendum hans. Verkefnið er lestrarhvetjandi – Drekalestur- og gengur út á það að lesa ákveðið magn af bókum sem fjalla á einn eða annan hátt um dreka. Bókunum er skipt upp í þyngdarstig og í byrjun bauð Vignir upp á þrjú stig og fengu nemendur þá viðurkenningu fyrir hvert stig. Þá voru þau titluð drekameistarar af 1., 2. eða 3. gráðu. Eftir að hafa notað það í nokkur ár ákvað Vignir að breyta verkefninu og bjóða einnig upp á drekalærling og drekafræðing svo yngri nemendur gætu tekið þátt. Nemendur í 1. og 2. bekk geta þá tekið fyrst lærling og fræðing og því næst farið í drekameistara af 1. gráðu og svo koll af kolli. Ef nemendur byrja í 3. eða 4. bekk þá geta þeir farið strax í drekameistari af 1. gráðu. Vignir hefur verið óspar á að deila með öðrum þessu skemmtilega verkefni og þá útfærir hver og einn á sinn hátt allt eftir því hvaða bókakost viðkomandi skóla býr yfir. Sumir hafa jafnvel bætt við enskri gráðu því á safninu voru til margar drekabækur á ensku og passaði það vel í þetta verkefni. 
Vignir hefur gefið okkur leyfi til að nota það sem hann hefur búið til óbreytt eða með breytingum og því er þetta aðgengilegt í Wordskjölum svo hægt sé að breyta.
Við þökkum Vigni enn og aftur fyrir að mega „herma" en þess má geta að Vignir fékk nýverið viðurkenningu fyrir þetta verkefni frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.

 Gögn frá Vigni í Laugarnesskóla

docxDrekalærlingur og fræðingur - flokkaðar

docxDrekameistarar 1. - 3. gráða - flokkaðar

docxMynd á möppu

docxMíðar á bækurMyndir á blýant

docKjalmiðar á möppur

Gögn frá Heiðu í Háteigsskóla:

docxDrekarviðurkenning

docxLeiðbeiningar

docxmyndir á möppu

docxListar - flokkaðir

Gögn frá Rósu í Langholtsskóla

docxMyndir á möppur

docxDrekalestur - flokkaður

 

Prenta

Óvættaför

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Vignir Ljósálfur Jónsson skólasafnskennari í Laugarnesskóla er duglegur að hvetja nemendur til þess að lesa. Hann fær margar góðar hugmyndir sem hann hrindir í framkvæmd og hafa virkað vel. Hann er óspar á því að deila með okkur hinum. Eitt af þessum verkefnum er Óvættaförklúbburinn. Hann virkar þannig að nemendur skrá sig í klúbbinn, lesar hverja bókina á fætur annarri í þessum vinsæla bókaklúbbi og þegar þeir hafa lokið við allar bækurnar þá fá þeir viðurkenningu. 

Hér er hægt að nálgast það efni sem þarf til að koma þessu í gang og við þökkum Vigni fyrir að vilja deila þessu með okkur:

docxMiðar á möppu

docxÓvættaför - Bókalisti

docxTeikningar

docxViðurkenningarskjal

mynd.af.möppu Small

Prenta

Heimsókn í Austurbæjarskóla (2)

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Skólasafnið í Austurbæjarskóla er einstaklega vinlegt og þangað er gott að koma. Safnið er staðsett miðsvæðis á 1. hæð miðálmu. Það er 120 fm. að stærð og rúmar um 50 manns í sæti. Skólabókasafnið á rúmlega 23.000 bækur og að auki er safnið áskrifandi að mörgum tímaritum. Á safninu eru líka ýmis önnur gögn s.s. tölvuforrit, margmiðlunardiskar, mynddiskar, kort, veggspjöld, hljóðbækur, spil og töfl.
Allar bekkjardeildir koma vikulega í tíma í ,,upplýsingamennt á bókasafni". Safnkennslan felst m.a. í að nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaleit og heimildavinnu. Yngstu nemendurnir fá sögustundir við sitt hæfi. Meðal viðfangsefna í bókasafnstímum hinna ýmsu árganga er t.d. heimilda- og bókmenntaritgerðasmíði og bókagerð.
Þegar okkur bar að garði þá var lestrarátaki nýlokið en lestrarátök í skólanum hafa verið sérlega metnaðarfullt þar sem margir kennarar taka höndum saman.
Á safninu starfa Inga Lára Birgisdóttir bókasafnsfræðingur og kennari og Piret Laas kennari.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5