Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Skólasafnið í Vogaskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Vogaskóla er heildstæður grunnskóli í Reykjavík og tók til starfa í desember 1958. Skólinn er hverfisskóli í Vogahverfi og tilheyrir hverfi tvö í borginni. Vogaskóli er einn af eldri skólum borgarinnar og á sér langa og merka sögu. Hann er í grónu hverfi og nálægt náttúruperlum eins og Laugardal og Elliðaárdal. Húsnæði skólans skiptist í tvennt, eldri byggingu og nýbyggingu. Skólasafnið eða upplýsingaver skólans er staðsett í fallegu húsnæði í nýbyggingu skólans. Það er einkar rúmgott og vel búið. Berglind Guðmundsdóttir kennari stýrir safninu og vinnur með kennurum skólans að skipulagi og samþættingu verkefna. 

Prenta

Skólasafnið í Selásskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Selásskóli tók til starfa haustið 1986 og er hann staðsettur í Seláshverfi í Reykjavík. Börnin eru í Selásskóla til 12 ára aldurs en þá fara þau í Árbæjarskóla sem er safnskóli hverfisins.

Skólasafnið er einstaklega fallegt í rúmgóðu húsnæði í nýjusta hluta skólans sem tekin var í notkun árið 2002. Safnið er vel búið gögnum bæði af skáldsögum og fræðiritum og er tölvustofa inn af safninu sem gerir þetta að sannkölluðu upplýsingaveri. Anna Guðrún Jósepsdóttir kennari sér um safnið.

Prenta

Valpinnar

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í skólasafnskennslu Ártúnsskóla eru notuð ýmis aukaverkefni í 1. til 4. bekk. Eru verkefnin bæði tengd lestri og ritun. Nemendur fá að velja sér verkefni og geta unnið mörg í hverjum hluta í frjálsu vali. Lestrarverkefnið heitir „Lestu fyrir þig", þar velja nemendur létta lestrarbók og skrifa stutta frásögn úr henni. Ritunarverkefnin eru þrjú; „Ég get skrifað bréf", „Ég get samið ljóð" og „Ég er rithöfundur". Í því síðasta velja nemendur mynd og skrifa sögu út frá henni. Eru þetta vinsæl verkefni og það vinsælasta er að skrifa bréf.

Prenta

Aukaverkefni í lestri og ritun

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í skólasafnskennslu Ártúnsskóla eru notuð ýmis aukaverkefni í 1. til 4. bekk. Eru verkefnin bæði tengd lestri og ritun. Nemendur fá að velja sér verkefni og geta unnið mörg í hverjum hluta í frjálsu vali. Lestrarverkefnið heitir „Lestu fyrir þig", þar velja nemendur létta lestrarbók og skrifa stutta frásögn úr henni. Ritunarverkefnin eru þrjú; „Ég get skrifað bréf", „Ég get samið ljóð" og „Ég er rithöfundur". Í því síðasta velja nemendur mynd og skrifa sögu út frá henni. Eru þetta vinsæl verkefni og það vinsælasta er að skrifa bréf.

pdfLestu fyrir þig 

Prenta

Regnbogaritun í Ártúnsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Ártúnsskóli leggur mikla áherslu á ritun og eru mörg mismunandi ritunarverkefni unnin þar. Regnbogaritun er eitt þeirra og fer það fram í skólasafnstímum. Er verkefnið ætlað nemendum í 2. til 5. bekk. Ritunarverkefnið gengur út á að nemendur draga spýtur í sex mismunandi litum og hefur hver litur sitt hlutverk í rituninni. Gulur stendur fyrir aðalpersónu, appelsínugulur aukapersónu, rauður er atburðurinn í sögunni, grænn er sögusvið úti og blár sögusvið inni og að lokum stendur fjólublár fyrir einhvern aukahlut sem fléttast inn í söguna. Nemendur skrifa svo skemmtilega sögu þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín. Hafa nemendur ákaflega gaman af þessari ritun.

pdfRegnbogaritun

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5