Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Heimsókn að Kleppjárnsreykjum

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í stjórn Félags fagfólks á skólasöfnum situr Sigríður Halldór Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur sem starfar á skólasafni Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum.  Sigríður er í 50% starfi á safninu og 50% sem ritari skólans. Í haust hélt stjórnin fund þar og fengum við tækifæri til að kíkja að fallega safnið hjá Sigríði. Safnið er ekki stórt enda aðeins rúmlega 80 nemendur í 1. - 10. bekk í skólanum. Engu að síður er það vinalegt og vel hugsað um það. Alltaf gaman að koma í heimsókn á önnur söfn. En endilega kíkið á myndirnar.  

Prenta

Sagan af bláa hnettinum

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Haustið 2013 hafði Krystyna Kolendo, kennari í Gdansk í Póllandi, samband við Laufeyju Einarsdóttur, umsjónarkennara í Kelduskóla Korpu, í gegnum eTwinning sem er rafrænt skólasamfélag í Evrópu. Krystyna bað Laufeyju um að koma í samstarf með bókina Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hugmyndin að verkefninu kviknaði hjá Krystynu vegna þess að sýna átti leikverkið í Póllandi þá um vorið og bókin var nýkomin út á pólsku. Laufey ræddi við skólasafnskennarann Rósu Harðardóttur sem varð strax mjög spennt yfir hugmyndinni og ákveðið var að skella sér í verkefnið. Til þess að fá fleiri í samvinnu var haft samband við Christine Sobota, skólasafnskennara í Frakkland. Henni leist vel á hugmyndina, útvegaði sér og nemendum sínum bókina á frönsku og hafist var handa við verkefnið. Öll samskipti fóru fram í gegnum eTwinning gáttina og mælum við með því fyrir þá sem hafa áhuga á samstarfi við kennara í öðrum Evrópulöndum.
Bókin var lesin með nemendum í 6. og 7. bekk en aldur nemenda í Frakkland var annar þar sem um valvinnu var að ræða. Skemmtilegar og áhugaverðar umræður spunnust við lestur bókarinnar sem hentar mjög vel í kennslu með þessum aldurshópi. Andri Snær kom einnig í heimsókn til okkar í Korpu snemma í ferlinu og ræddi við nemendur um verkið og störf sín. Nemendur undirbjuggu sig fyrir spjallið og gekk það mjög vel enda voru þeir mjög áhugasamir um ýmis samfélagsleg málefni sem eru undirliggjandi í sögunni sem og störf rithöfunda. Nemendur byrjuðu á því að gera stutta kynningu á sjálfum sér í Prezi og vakti það mikla lukku hjá nemendum bæði í Póllandi og Frakklandi. Nokkrir nemendur töluðu saman á Skype og kynntust þannig hver öðrum, lærðu nokkur orð á öðru tungumáli og fræddust um skóla hvers annars.
Margvísleg verkefni voru unnin samhliða lestri bókarinnar. Í upphafi fengum við hugmyndir að umræðuefnum og verkefnum úr sögurammanum um Bláa hnöttinn sem Bergþóra Þórhallsdóttir gerði og kom út hjá Námsgagnastofnun árið 1999. Einnig vorum við svo heppnar að geta farið í heimsókn á þemadaga í Háaleitisskóla í Reykjavík þar sem við sáum nemendur vinna margvísleg verkefni í tengslum við bókina. Út frá þessum hugmyndum sem og okkar eigin voru útfærð ýmis konar skapandi verkefni.
Lestur bókarinnar, umræður og verkefni dreifðust yfir allt skólaárið og um vorið var sett upp falleg og skemmtileg sýning á verkefnunum á skólasafninu. Verkefnin voru meðal annars:
• Fiðrildi - unnin úr svörtu kartoni og blómapappír – verkefnið var samþætt stærðfræði þar sem rætt var um speglun, speglunarása og samhverfur.
• Óskasteinar - farið var í fjöruferð þar semnemendur fundu sér óskastein, þæfðu utan um hann hylki úr ull og sömdu um hann ljóð.
• Skrímslamyndir - nemendur teiknuðu einn þriðja hluta af skrímsli en vissu ekki hverjir voru að teikna hina hlutana, síðan voru þeir settir saman og útkoman voru glæsileg skrímsli þar sem hugmyndaflug nemenda fékk að njóta sín.
• Ef ég gæti flogið - ritunarverkefnisem var skrifað á bláan pappír og klippt út í hring, jafnstór hringur þar sem nemendur höfðu teiknað hnött var hengdur við. Einnig voru teknar ljósmyndir af andlitum nemenda sem þeir límdu á teiknaða fljúgandi búka og stráðu glimmeri (fiðrildadufti) yfir. Verkefnið kom sérlega skemmtilega út.
• Köngulær – námshandavinna: nemendur bjuggu til köngulær úr dúskum og pípuhreinsurum og voru hengdar upp í loft á skólasafninu.
• Veggmynd – ofangreind verkefni eru öll hluti af stærri veggmynd sem var sett upp á skólasafninu.Stuttir leikþættir: í leiklist sömdu nemendur saman litla leikþætti úr sögunni og tóku upp með ipad.
Þess má geta að Andri Snær var viðstaddur sýninguna í Gdansk og gat því hitt pólska nemendur Krystynu í sömu ferð og Christine sú franska kom til Íslands í sumar sem ferðamaður þannig að eTwinning hefur ótvírætt gildi fyrir samskipti fólks í Evrópu. Við höfum enn ekki lokið verkefninu formlega en leikhópurinn sem sýndi verkið í Gdansk er væntanlegur til Íslands núna í haust. En myndir segja meira en mörg orð. Ef einhverjar spurningar vakna þá er ykkur velkomið að hafa samband.
Rósa Harðardóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Laufey Einarsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Prenta

Heimsókn til Spánar

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á ferð minni um Spán nú í byrjun sumars heimsótti ég grunnskóla í borginni Murcia. Skóli þessi MAESTRO JOAQUIN CANTERO  er fimm ára gamall og byggður í nýju úthverfi. Í skólanum eru nemendur frá 6 til 12 ára og einnig er þarna að finna leikskóladeild. Kennari við skólann JUAN ANTONIO MOLINA GALVEZ tók á móti mér en við höfum verið í samstarfi í vetur vegna umsóknar um samstarfsverki í ERASMUS+2 ásamt fleiri skólum í Evrópu. Juan sér um skólasafnið i skólanum og hafði ég mikinn áhuga á að sjá það. Það kom mér á óvart því það var mjög lítið og átti að þjóna 350 nemendum. Húsnæðið var um 15 fermetrar og ekki mikið af bókum rúmast í svo litlu plássi. Juan tjáði mér að bækur safnsins væru mikið í kennslustofum og væri það hans hlutverk að skipta þeim á milli bekkja. Útlánakerfið var svipað og hjá okkur, allt skráð niður í tölvu og gögn með strikamerki. Juan aðstoðaði kennara og nemendur í ýmiskonar heimildavinnu en eins og gefur að skilja þá rúmast ekki margir nemendur á safninu heldur fer hann í bekkjarstofur. Þau glíma við svipað vandamál og við í sambandi við innkaup, í fyrra fékk hann að kaupa bækur og gögn fyrir dágóða upphæð en næsta vetur fær hann ekkert að kaupa, þá verður peningurinn settur í önnur gögn. Skólinn er nýlegur, var stofnaður árið 2009 og koma því á óvart hversu gamaldags hann er og ekki gert ráð fyrir stærra safni eða upplýsingaveri. Þetta var virkilega skemmtileg heimsókn og vel tekið á móti mér. Vonandi fáum við að vinna meira saman.
Rósa Harðardóttir

Prenta

Aðalfundur og ný stjórn

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Aðalfundur Félag fagfólks á skólasöfnum var haldin 31. mars í Álfhólsskóla í Kópavogi. Sérstakur gestur fundarins var Andri Snær Magnason og ræddi hann um lestur og ritstörf. Andri Snær velti upp mörgum skemmitlegum spurningum sem  gaman var að hugsa um. Eftir hans erindi var farið í venjuleg aðalfundar störf og hér er hægt að nálgastpdf fundargerðina

Á fundinum var kostin ný stjórn og á fyrsta fundi nýrrar stjórnar þann 5. maí skiptu stjórnarmenn með sér verkum. Ný stjórn er þannig skipuð:

 

Rósa Harðardóttir Kelduskóla Korpu formaður (KÍ)

Ragnhildur S. Birgisdóttir Fossvogsskóla varaformaður (KÍ)

Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir Grunnskóli Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum (SBU)

Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir Norðlingaskóla ritari (KÍ)

Guðrún Þórðardóttir Ártúnsskóla meðstjórnandi (KÍ)

Björn Karlsson Smáraskóla meðstjórnandi (KÍ)

Ásdís Helga Árnadóttir Víðistaðaskóla Engidal (SBU)

 

Prenta

Frá skólasafni Ártúnsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á skólasafni Ártúnsskóla er unnið út frá nýrri aðalnámsskrá og er lögð áhersla á að nemendur nýti sér þá tækni sem til er, öðlist hæfni í að afla upplýsinga af netmiðlum, nái tökum á úrvinnslu gagnanna og miðlun þeirra. Einnig er lögð áhersla á sköpun og að nemendur tileinki sér gott vinnulag, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í að vinna með öðrum.
Síðustu vikur hefur 6. bekkur unnið að verkefninu „Ártúnsholt-hverfið mitt" þar sem gengið er út frá nærumhverfi nemenda og unnið í lausnarleitarnámi (Problem-Based Learning). Nemendur ákveða sjálfir hvað þeir vilja kynna sér úr nærumhverfinu og þurfa að ná samkomulagi um það í hópnum, sem telur 4. Unnið er út frá spurningunni „Hvað vil ég vita um hverfið mitt".
Í upphafi athugar hópurinn hvaða upplýsingar þarf að afla og skilgreina vinnu sína með yfirlitsblaði. Skoða svo hvar væri hægt að finna svörin, á neti, í bókum og blöðum eða viðtölum við einstaklinga sem þekkja til. Nemendur sjá sjálfstætt um upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu efnis.
Lokaskil eru veggspjaldi og munnlegur flutningur fyrir bekkjarfélaga, sem framkvæma jafningjamat í lokin. 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5