Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Jól á skólasöfnum 2014

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Nú þegar desember er liðinn er ekki úr vegi að taka saman nokkra skemmtilega punkta um hvað hefur verið á dagskrá á skólasöfnum í þessum annasama mánuði.


Fastir liðir hjá mörgum er að lesa upp úr jólabókum bæði nýjum bókum sem við köllum oft jólabækur eða út bókum sem tengjast jólum á einhvern hátt. Í Háteigsskóla las Heiða Kvæðið um jólasveinana 13 eftir Jóhannes úr Kötlum og í framhaldi af því fóru nemendur í jólasveinaleiðangur á safninu. Þeir áttu að finna jólasveinana 13 sem búið var að stilla upp víðsvegar um safnið og skrá stafi, sem voru límdir við hverja jólasveinamynd, í lykilorð. Þarna fara nemendur í alla króka og krika safnsins og kynnast því betur. Það má ekki segja öðrum hvar sveinarnir eru faldir eða frá lykilorðinu. Þetta verkefni hentar vel yrir nemendur í  2. bekk  og upp út.

pdfMyndir af jólasveinum og auglýsing

Renningar fyrir lykilorð

 


Heiða var einnig með skemmtilegt verkefni tengt Bókatíðindum sem hún kallar Hvaða bók langar þig í? Nemendur fengu atkvæðaseðil og settu í vasa hjá viðkomandi bók. Heiða tók svo saman niðurstöðurnar. Hér fyrir  neðan er hægt að nálgast leiðbeiningar og önnur gögn í sambandi við þetta og í myndasafninu eru einnig myndir frá henni, Iðunni í Rimaskóla og Gunni Ingu í Árbæjarskóla sem voru með samskonar verkefni.

pdfMig langar


Skemmtilegt andrúmsloft var hjá Dröfn í Seljaskóla. Hún skreytti safnið með rafmangskertum og seríum, var með slökkt ljós og fékk heilu árgangana í einu á safnið. Hún breytti uppröðun á safninu þannig að allir kæmust fyrir á púðum og dýnum. Þegar nemendur gengu inn var kósý stemmning með jólalögum og jólaljósum. Svo las hún jólabækur líkt og Sjáðu Maddit það snjóar, Svanur og jólin, Víst kann Lotta næstum allt og svo Grýlu eftir Gunnar Helga. Sú síðastnefnda er alveg frábær bók, svo fyndin og skemmtileg. Svo koma gömlu jólasveinarnir fyrir í henni sem passar vel við jólabókaleikinn . Á meðan þessum upplestri stóð var safnið lokað en annars er það alltaf opið. Krökkunum fannst þetta mjög hátíðlegt og skemmtilegt.


Í Kerhólsskóla var skemmtilegt verkefni. Þar var jólabókum pakkað inn í jólagjafapappír, (reyndar fékk elsti bekkur 8.bekkur, nýjar bækur þar sem ekki var til nóg af jólabókum við þeirra hæfi) svo var hver bekkur heimsóttur og nemendum afhent „gjafir" þau máttu opna heima og njóta og skila svo eftir jól. Þetta mæltist vel fyrir og höfðu foreldrar orð á því að þetta hafi hitt í mark.


Hjá Hallberu í Brekkubæjarskóla hefur skapast sú hefð að á safnið koma allir bekkir og eiga notalega stund við kertaljós. Lesið er upp úr að meðaltali 3 – 5 bókum ,nemendum er bent á Bókatíðindin og síðan fá allir ,,nammi" fyrir heilann og hjartað en það eru jólaljóð á samanbrotnum miðum – mismunandi eftir aldri. Nemendur eru hvattir til að læra ljóðið utan af – þau geta lesið upphátt fyrir einhvern – teiknað mynd eða hvað sem er. Stundum hafa krakkarnir fengið bókamerki eða kort frá Norrænu bókasafnavikunni. Reyndar fékk unglingadeildin Hafnarfjarðarbrandara á miðunum sínum þar sem þeir hlustuðu á brot úr bókinni Hafnfirðingabrandarinn en passað var að nemendur í sama bekk fengju ekki sama brandarann. Nemendur lásu síðan brandarana fyrir bekkjarfélagna þegar þeir komu í stofuna sína.


Á mörgum söfnum hefur jólalestrarverkefni Vignis í Laugarnesskóla verið tekið upp við miklar vinsældir. Hægt er að lesa um það hér.


Á þessu eru auðséð að söfnin skipta miklu máli í lestrarnámi barnanna og ætti að ver fastur punktur í hverjum skóla. Við þökkum öllum sem sendu inn fréttir kærlega fyrir og vonandi nýtist þetta einhverjum á næstu árum.

pdfGleðileg jól á ýmsum tungumálum.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5