Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Drekalestur

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Vignir Ljósálfur Jónsson sem veitir safninu í Lauganesskóla í Reykjavík forstöðu á frumkvæðið að skemmtilegu lestrarverkefni sem hefur svo sannarlega kveikt í fleirum en nemendum hans. Verkefnið er lestrarhvetjandi – Drekalestur- og gengur út á það að lesa ákveðið magn af bókum sem fjalla á einn eða annan hátt um dreka. Bókunum er skipt upp í þyngdarstig og í byrjun bauð Vignir upp á þrjú stig og fengu nemendur þá viðurkenningu fyrir hvert stig. Þá voru þau titluð drekameistarar af 1., 2. eða 3. gráðu. Eftir að hafa notað það í nokkur ár ákvað Vignir að breyta verkefninu og bjóða einnig upp á drekalærling og drekafræðing svo yngri nemendur gætu tekið þátt. Nemendur í 1. og 2. bekk geta þá tekið fyrst lærling og fræðing og því næst farið í drekameistara af 1. gráðu og svo koll af kolli. Ef nemendur byrja í 3. eða 4. bekk þá geta þeir farið strax í drekameistari af 1. gráðu. Vignir hefur verið óspar á að deila með öðrum þessu skemmtilega verkefni og þá útfærir hver og einn á sinn hátt allt eftir því hvaða bókakost viðkomandi skóla býr yfir. Sumir hafa jafnvel bætt við enskri gráðu því á safninu voru til margar drekabækur á ensku og passaði það vel í þetta verkefni. 
Vignir hefur gefið okkur leyfi til að nota það sem hann hefur búið til óbreytt eða með breytingum og því er þetta aðgengilegt í Wordskjölum svo hægt sé að breyta.
Við þökkum Vigni enn og aftur fyrir að mega „herma" en þess má geta að Vignir fékk nýverið viðurkenningu fyrir þetta verkefni frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.

 Gögn frá Vigni í Laugarnesskóla

docxDrekalærlingur og fræðingur - flokkaðar

docxDrekameistarar 1. - 3. gráða - flokkaðar

docxMynd á möppu

docxMíðar á bækurMyndir á blýant

docKjalmiðar á möppur

Gögn frá Heiðu í Háteigsskóla:

docxDrekarviðurkenning

docxLeiðbeiningar

docxmyndir á möppu

docxListar - flokkaðir

Gögn frá Rósu í Langholtsskóla

docxMyndir á möppur

docxDrekalestur - flokkaður

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5