"Eitt ljóð á dag" í Ártúnsskóla
Lestrarátakið „Eitt ljóð á dag" stóð yfir frá 16.-27. janúar. Í ár var lestrarátakið helgað ljóðalestri. Lögð var áhersla á vandaðan upplestur, framsögn og túlkun ljóða, ásamt ljóðaútskýringum.
Eitt ljóð á dag var lesið upp fyrir aðra í skóla, t.d. vin, sessunaut, bekkinn, starfsfólk, leikskólabörn eða á sal. Þetta gat verið eitt ljóð valið af kennara eða ljóð sem nemendur velja sér. Áður en til upplestar kom þurftu nemendur að æfa sig, annað hvort í skóla eða heima. Með hverju lesnu ljóði upphátt var fyllt út hringform með heiti ljóðs, höfundar og upplesara. Þetta gátu verið einstaklingur, hópur eða bekkurinn í heild. Hver árgangur hafði sinn lit og voru liðirnir festir upp á sameiginlegan orm.
Litir bekkja: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur
Loka afurð átaksins var því ljóðaormur nemenda sem liðast um ganga skólans.