Fræðslustund
Félag fagfólks á skólasöfnum stendur fyrir
Fræðslustund í Valhúsaskóla við Skólabraut Seltjarnarnesi
mánudaginn 9. október kl. 14:30 – 17:30
Dagskrá
14:30-15:00 Kristjana Mjöll J. Hjörvar, upplýsingafræðingur Landsbókasafni og formaður
Upplýsingar. Kristjana Mjöll segir frá Global Vision sem var verkefni IFLA ráðstefnu sem hún sótti í sumar.
15:00-15:20 Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar, Menningar
og ferðamálasviði / Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
Harpa mun kynna Sögur, sem er í grunninn lestrarhvetjandi verkefni unnið í samstarfi við SÍUNG, KrakkaRÚV, Menntamálastofnun, IBBÝ, Upplýsingu, Reykjavík
bókmenntaborg UNESCO o.fl. sem vinna með börnum og fyrir börn (allir mega vera
með). Verðlaunahátíð barnanna verður haldin í tengslum við verkefnið.
15:20-15:30 Ragnhildur Birgisdóttir kynnir skólasafn Valhúsaskóla og heimasíðu safnsins.
15:30- 16:00 Kaffi, spjall og skólasafn Valhúsaskóla skoðað.
Óskað er eftir að gestir greiði 500 kr. í kaffisjóð.
16:00-16:15 Bryndís Loftsdóttir frá Félagi íslenskra bókaútgefenda kynnir Barnabókamessu sem
Félag íslenskra bókaútgefenda mun í samstarfi við Reykjavíkurborg efna til þann
27. október. Um er að ræða lokaðan viðburð, aðeins opinn stjórnendum
skólabókasafna í grunnskólum og leikskólum á Íslandi.
Gestum messunnar verður boðið að ræða við útgefendur og höfunda, skoða allar nýjustu barna- og ungmennabækurnar og ganga frá kaupum á nýjum bókum á sér sömdu verði sem aðeins verður í boði þennan eina dag. Tilgangur verkefnisins er að efla læsi barna og ungmenna, efla innlendan bókakost skólabókasafna og leikskóla í Reykjavík og jafnframt vekja athygli á útgáfu innlendra barna- og ungmennabóka.
16:15-16:45 Jóhanna Guðríður Ólafsson, Flataskóla, grunnskólakennari með íslensku sem
kennslufag, flytur 20 mínútna erindi um mikilvægi þess að nemendur tileinki sér vinnubrögð sem gilda í fræðilegum skrifum. Í samstarfi við skólasafnið læra nemendur í 7. bekk að móta rannsóknarspurningar, skrá og meta heimildir ásamt fleiru sem tengist fræðilegri ritun og skrifa rannsóknarritgerð á skólasafni. Eftir erindið eru gefnar 10 mínútur í umræður.
16:45-17:15 Dröfn Vilhjálmsdóttir, upplýsingafræðingur, Heiða Rúnarsdóttir, grunnskólakennari
og upplýsingafræðingur og Rósa Harðardóttir, grunnskólakennari.
Þær segja frá námsferð til Stokkhólms og bera m.a. saman aðstæður á skólasöfnum þar og hér.
17:15-17:30 Almennar umræður um starfsemi skólasafna/upplýsingavera.
Gestgjafi: Ragnhildur Birgisdóttir grunnskólakennari