Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Fræðslustund 27.sept 2018

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Núna er starfið hafið af krafti á skólasöfnum/upplýsingaverum landsins. Stjórn félags fagfólks á skólasöfnum er fullskipuð og hefur þegar fundað til þess að skipuleggja veturinn. Sú breyting hefur orðið á að ég hef tekið við formannsstarfi félagsins af Heiðu Rúnarsdóttur í Háteigsskóla og Guðrún Ólafsdóttir í Kársnesskóla hefur tekið við varaformannsstöðunni af mér.
Heiða hefur sinnt formannsstöðu í FFÁS af einstakri röggsemi undanfarna vetur og stjórnin þakkar henni fyrir mikla og óeigingjarna vinnu í þágu félagsins. Sem betur fer munum við njóta krafta Heiðu áfram í vetur sem stjórnarmeðlims í félaginu.
Það er komið að fyrstu fræðslustund FFÁS í vetur. Hún verður fimmtudaginn 27. september í Snælandsskóla milli kl. 14-17.
Ég hvet ykkur til að senda mér svar, seinast fimmtudaginn 20/9, með tölvupósti eða í gegnum Facebook ef þið ætlið ykkur að mæta. Mikilvægt er að vita fjölda fyrir uppröðun og kaffiveitingar.
Til að koma á móts við kostnað mælumst við til að þátttakendur, aðrir en þeir sem koma að undirbúningi, greiði 500 kr. fyrir kaffiveitingar.
Ég hlakka til að fá svör frá ykkur um mætingu. Það er svo gaman að koma saman!

Kærar kveðjur, Dröfn Vilhjálmsdóttir – skólasafni Seljaskóla, formaður FFÁS
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fræðslustund í Snælandsskóla, Víðigrund, Kópavogi.
Fimmtudaginn 27. september kl. 14:00 – 17:00

Dagskrá

14:00-14:15 Fundur settur. Guðmunda Guðlaugsdóttir á skólasafni Snælandsskóla kynnir safnið sitt.

14:15-14:45 Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, upplýsingafræðingur og kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi segir frá afar spennandi ISTE bókmennta- og skólaráðstefnu sem hún sótti til Chicago. https://conference.iste.org/2018/

14:45-15:15 Halla Svavarsdóttir í Víðistaðaskóla og Ásdís Helga Árnadóttir í Áslandsskóla ásamt starfsfélögum sínum frá skólasöfnum Hafnarfjarðar kynna vel heppnað samstarfsverkefni hafnfirsku safnanna frá síðastliðnu vori, Bókabrall, og sýna afrakstur þess.

15:15-15:45 Kaffi, spjall og skólasafn Snælandsskóla skoðað. Kaffigjald: 500 kr.

15:45-16:15 Dröfn Vilhjálmsdóttir á skólasafni Seljaskóla kynnir bókahátíð Seljaskóla sem stóð yfir í eina viku sl. vetur. Á hátíðinni var settur á fót afar vinsæll skiptibókamarkaður, bókasafnið opnaði Snapchat með gestasnöppurum, matsalurinn var tengdur bókalestri, skólaskápar voru málaðir eins og bókakilir og margt fleira.

16:15-16:45 Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur og yfirmaður barnastarfs Norræna hússins kynnir Mýrina, barnamenningarhátíð. Hún fer fram dagana 11. – 14. október næstkomandi með fjölbreyttri og áhugaverðri dagskrá.

16:45-17:00 Fundi slitið

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5