Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Heimsókn á skólasöfn í Stokkhólmi

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Skólasöfn í Stokkhólmi

Þann 6. Sepetember 2017 lögðum við stöllur, Rósa Harðardóttir skólasafnskennari í Norðlingaskóla, Heiða Rúnarsdóttir skólasafnskennari og upplýsingafræðingur í Háaleitisskóla og Dröfn Vilhjálmsdóttir upplýsingafræðingur í Seljaskóla af stað í ferðalag. Förinni var heitið til Stokkhólms höfuðborga Svíþjóðar. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja þrjú skólasöfn og fræðast um fyrirkomulag og mynda tengsl sem gætu nýst í áframhaldandi samstarf. Við fengum styrk úr Sænsk - íslenska samstarfsjóðum sem dugði fyrir flugferðum og gistingu.
Eftir að Norrænu samtök skólasafnsfólks voru lögð niður hefur tilfinnanlega vantað grundvöll fyrir norrænt samstarf og gaman væri að endurvekja það í einhverri mynd. Auk þess fórum við að stað með nýja hugmynd um að mynda vinasöfn á milla tveggja skóla. Sú hugmynd er enn á teikniborðinu og munum við sjá hvað verður úr henni.

Fyrsti skólinn sem við heimsóttum var Engelbrektsskolan en sá skóli er í Östermalm sem er frekar efnað hverfi. Skólinn er með yfir 1000 nemendur og á safninu var 100% staða. Henni sinnti Fia Idegard upplýsingafræðingur. Safnið var stórt og mjög rúmgott en það hafði nýlega flutt í þetta húsnæði sem áður hafði hýst íþróttasal. Fia hafði ekki starfað þarna lengi en var mjög áhugasöm um að skapa ákveðnar hefðir og sökum þess hversu stór skólinn er þá var ekki mikið um kennslu. Kennslan fólst aðallega í því að fá hópa af nemendum í lestrarstund. Hún vildi byggja upp kennslu t.d í 3., 6. og 9. bekk. Við skólann starfaði íslenskur sérkennari sem kom og hitti okkur og fræddi okkur um skólastarfið.
Næst heimsóttum við Enskede skola sem er tæplega 1000 barna skóla. Þar starfaði Malena Storme upplýsingafræðingur en hún hafði starfað þarna á annað ár. Safnið var lítið og þröngt og erfitt var að koma hópum þangað. Melena fór því frekar með sýna fræðslu út í bekkina heldur en að taka hópa til sín. Hana dreymdi um stærra safn og markvissara starf. En hún var byrjuð að setja niður markmið með sínu starfi og var mjög metnaðrfull.
Síðasti skólinn sem við heimsóttum var Bandhagen skolan en hann var ólíkur hinum þar sem nemendur voru um 450 og eingöngu upp í 7. bekk. Astrid Falk upplýsingafræðingur tók á móti okkur en hún hafði eins og þær hinar ekki starfað lengi í þessum skóla. Á þeim tíma hafði hún samt tekið allt í gegn og gert safnið mjög notalegt. Hún var búin að afskrifa mikið af bókum og flokka og raða á annan hátt en hafði verið gert.
Það sem okkur kom mest á óvart í þessari heimsókn var hversu lítil kennsla var á söfnunum þrátt fyrir góðan stuðning frá skólasafnamiðstöð þeirra Stokkhólmsbúa. En skólasafnamiðstöðin er mjög öflug stofnun með um 20 starfsmönnum og sér hún um kennslu, aðföng og millisafnalán. Einnig fá starfsmenn mikinn stuðning þegar kemur að því að sannfæra skólastjóra um mikilvægi safnanna. Það eru ekki nema 20 skólar í Stokkhólmi sem eru með upplýsingafræðinga í starfi aðrir eru með kennara eða ófaglærða. Upplýsingafræðingarnir halda mikið hópinn og hittast reglulega en sjaldan með öðurum starfsmönnum safna. Mjög öflugt millisafnalánakerfi er fyrir hendi og er hægt að panta bækur á fjölda tungumála eða bekkjarsett af lesflokkum og er þetta sent í skólana daginn eftir. Það hefði verið gaman að heimsækja þessa miðstöð en það er góð hugmynd fyrir næstu ferð.
Einnig heimsóttum við Kulturhuset en því miður var barnadeildin lokuð. Við fengum hinsvegar að kíkja á TioTretton en það er eins og nafnð segir til um deild á Borgarbókasafninu sem er eingöngu fyrir börn á aldrinum tíu til þrettán ára. Aðrir mega ekki koma þarna inn. Ákaflega skemmtilegt safn með þar sem Makerspace hugmyndafræðin fær að njóta sín.
Í heild var þetta mjög góð ferð og margt sem við lærðum og ekki síst hvað skólasöfnin á Íslandi eru flott og mikið og gott faglegt starf er þar unnið.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5