Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Heimsókn í Laugarnesskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Fagfólk á skólasöfnum sem starfa við Grunnskóla Reykjavíkur hittist reglulega í fyrir tilstilli Skólasafnamiðstöðvar Reykjavíkur. Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem nýjar bækur eru kynntar. Flestir fundir hafa farið fram í Háaleitisskóla – Hvassó þar sem Skólasafnamiðstöð er til húsa en einnig kemur fyrir að þeir séu haldnir í öðrum söfnum. Þann 8. apríl fór slíkur fundur fram í Laugarnesskóla. Sigríður Heiða skólastjóri tók á móti hópnum og ræddi um gangsemi góðs skólasafns og hversu mikilvægu hlutverki það gegndi í námi barna. Vignir Ljósálfur Jónsson sem veitir safninu forstöðu sagði frá skemmtilegu lestrarhverjandi sem tengist drekum. En í því geta nemendur unnið sig upp í að verða drekameistarar af fyrstu, annarri eða þriðju gráða eftir að hafa lesið ákveðna titla af bókum sem eiga það sameiginlegt að tengjast drekum. Vonandi fáum við meira að heyra frá þessu verkefni Vignis á næstunni. En skólasafnið í Laugarnesskóla er staðsett í nýju húsnæði og er einstaklega skemmtilegt. Öllu er nostursamlega komið fyrir og merkingar líflegar og góðar. Á safninu fer fram kennsla með hefðbundnum hætti og kennt á þremur önnum. Nemendur í 2., 3. og 4. bekk fá fasta tíma á safninu, nemendur í 5. og 6. bekk fá afnot af fjórum tölvum skólasafnsins og aðstoð við heimildaöflun.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5