Prenta

Astrid Lindgren í Selásskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í Selásskóla er löng hefð fyrir þemavinnu en þá er hefbundið skólastarf brotið upp og allir nemendur skólans vinna að sama verkefni. Nú í vikunni voru einmitt þemadagar í skólanum og að þessu sinna urðu Astrid Lindgren og sögur hennar fyrir valinu. Nemendum var skipt upp í aldursblanaða hópa og í sameiningu sköpuðu þau þrjá ævintýraheima Astridar, Kattholt, Sjónarhól og Matthíasarskóg. Þarna var hægt að skoða heimili Emils, útbúnir voru spýtukarlar, hoppað var yfir helvítisgjánna og persónur í sögunum tóka ljóslifandi á móti gestum.