Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Jól á skólasöfnum

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Þá er aðventan gengin í garð og flestir farnir að draga fram jólabækurnar og stilla þeim upp. Við vorum svo heppin að fá skemmtilega sendingu frá Vigni í Laugarnesskóla en hann heldur skemmtilega upp á aðventuna. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá setur hann jólabækur upp á áberandi hátt og merkir með þessum skemmtilegu spjöldum sem hann hefur plastað og fest á hillugaflinn en þau eru hægt er að nálgast hér.Til þess að hvetja nemendur til að lesa jólabækurnar þá útbjó Vignir jólabókamerki, þar sem nemendur skrá niður hverja þá jólabók sem þeir lesa og einnig hvenær bókin er tekin og henni skilað. Þegar nemendur hafa lokið við 5 bækur (mætti hafa þær færri eða fleiri eftir árgöngum) draga þeir eitt gamalt jólasveinanafn t.d. Baggalútur/Fannafeykir/Guttormur/Tífill/Smjörhákur (sjá hér). Síðan fá þau viðurkenningarskjal (sjá hér) með nafninu sínu, bekk og jólasveinaviðurnefninu sem þau drógu. Margir hafa notað þetta flotta verkefni frá Vigni og Heiða í Háteigsskóla útbjó bókamerki þar sem nemendur skrifa sitt gamla jólasveinanafn á. pdfHér er hægt að nálgast það. Vignir er ekki með neinn ákveðinn aldur í huga, gæti eflaust hentað yngsta og miðstigi, allt eftir úrvali af jólabókum á hverjum stað. Það væri hægt að velja ákveðna bekki í þetta eða gefa þetta alveg frjálst. Vignir er að prófa þetta í fyrsta skiptið nú í ár og það ætlum við einnig að gera í Korpu. Þess má geta að Vignir hafði samband við þá hjá MS og fékk leyfi fyrir myndum sem eru á meðfylgjandi skjölum. Gaman væri að heyra um fleiri jólahefðir eða jólaverkefni á skólasöfnum og eins ef einhver prófar þetta, að leyfa okkur að fylgjast með.

jolamidar

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5