Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Fagfundur Félags fagfólks á skólasöfnum Samantekt

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Fagfundur Félags fagfólks á skólasöfnum var haldinn í Álfhólsskóla Kópavogi þann 26. febrúar sl. Almenn ánægja var með efni fundarins og þau erindi sem flutt voru. En þar sem bæði margir áttu ekki kost á að koma og öðrum þykir gott að rifja upp það sem rætt var, var ákveðið að taka saman smá samantekt á erindunum. Erindin voru sjö og nýttu flestir vel sinn ræðutíma það skapaðist því fulllítill tími til umræðna eða almenns spjalls. Enn fremur verður væntanlega séð til þess að kaffi og meðlæti verði á næsta fagfundi en formaðurinn var örlítið sunnan við sjálfan sig þar sem hún var með hugann meira við fjölskylduna þennan daginn en starfið sökum dauðsfalls um morguninn. Það verður því vonandi afsakað að þið sem komuð fóruð kaffilaus heim.

1. Könnun FFÁS.
Fyrst var farið yfir pdfhelstu niðurtöður spurningakönnunar sem við, Siggerður Olöf og Vala Nönn, tókum að okkur að vinna. Var farið yfir helstu niðurstöður , sjá glærur í viðhengi, en könnunin verður einnig send í heild sinni til ykkar. Ef farið er yfir það markverðasta virðist kominn nokkur stöðugleiki aftur á skólasöfnum grunnskólanna, bæði í starfsmannahaldi, hvað varðar opnunartíma og aðgengi að bókum og öðrum gögnum, fjármagni og gagnakaupum sem og aðkomu að kennslu og námi nemenda.
Enn er þó mikið um að menntun starfsmanna sé misjöfn og virðist 1/3 þeirra sem svara vera í öðrum fagstéttum en kennslu og upplýsingafræði. Víða er líka starfsemi mjög takmörkuð vegna niðurskurðar í starfshlutfalli starfsmans. Mjög margir vildu að næstu baráttumál félagsmanna yrðu aukin virðing fyrir ólíku starfssviði skólasafna en annarra starfa í skólum landsins og starfið verði metið til jafns við deildarstjórn eða verkefnastjórn innan skólanna. Einnig aukið framboð á sí- og endurmenntun fyrir forstöðumenn skólasafnann .
Almennt: Félagsmenn virðast sáttari í starfi og bjartsýnni en í síðustu könnun þrátt fyrir mikið annríki og léleg kjör. Aukin virkni virðist líka vera meðal félagsmanna í aðkomu að kennslunni og stuðningi við nám nemenda en á mjög fjölbreyttan hátt, með kennslu í upplýsinga- og tæknimennt, þverfaglegri aðkomu ýmist í stuðningi við upplýsingaleitir og heimildavinnu eða temja nemendum vinnulag og vinnutækni í samþættu námi, og er það ángægjuleg þróun.

pdfKönnun 2014

pdfKönnun 2012

pdfKönnun 2011

2. Hvað er upplýsingaver og hvernig starfar það?
Flestir kannast við þær Fríðu og Margréti sem störfuðu lengi í Laugalækjarskóla en eru nú að koma á fót upplýsingaveri í Breiðholtsskóla. Þær fóru af alkunnri snilld yfir þá þætti sem þurfa að vera til staðar svo upplýsingaver virki sem „upplýsingaver".
Þverfaglegar kennsluáætlanir sem unnar eru að vori og tilbúnar til vinnslu að hausti. Með skýrri verkaskiptingu, um hver gerir hvað og hvenær. Samliggjandi tímar í stundaskrá, sveigjanleika í stundaskrárgerð og vilji skólayfirvalda til að vinna að samþættri kennslu í þverfaglegu samstarfi, á sviði ýmissa námssviða og upplýsinga- og tæknimenntar. Þar sem þrír eða fleiri fagmenn vinna saman, einn frá skólasafni, tölvu- tæknikennari, fag- eða umsjónarkennari.
Þær nýttu nokkrar glærur sem lýstu vel verkaskiptingu og hugsun í samstarfi sem þessu og oft segja myndir meira en orð þannig að hér með vísa ég áhugasömum á að hafa samband við þær beint um frekari upplýsingar. Netföng þeirra er að finna undir starfsfólk á vefsíðu Breiðholtsskóla.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

3. Drekaklúbbur, jólasveinaklúbbur og rithöfundaklúbbur!.
Vignir „Ljósálfur" starfar í Lauganesskóla og stendur þar fyrir skemmtilegu klúbbastarfi á skólasafninu. Klúbbunum er ætlað að auka bóklestur nemenda og hvetja þá til að lesa ákveðna tegund bóka s.s. drekabækur, bækur um jólasveina bæði gamla og nýja og einnig til að kynna sér ákveðna rithöfunda. Í stuttu máli sagt vakti þetta erindi mikla athygli og aðdáun bæði fyrir að vera snilldarhugmynd og skemmtilega útfærð og ekki síst fyrir að vera hugmynd sem virkar sem lestrarhvatning. Það er ekki ónýtt að vera tilnefndur sem drekameistari af fyrstu gráðu eins og sá sem hefur lesið tiltekið magn af drekabókum nú eða vera valið nafn jólasveins fyrir lestur á jólabókum. Vignir tók þó fram að sum nöfn gömlu sveinanna væru ekki í boði! Voru fundargestir ekki hissa á því. Vignir hefur því fetað nokkuð ótroðnar slóðir í sinni vinnu til lestararhvatningar en hugmyndir hans má auðveldlega útfæra á marga aðra vegu. Hann er einnig tilbúinn að útskýra sína vinnu enn frekar fyrir áhugasömum og er ykkur hér með bent á að hafa samband við hann beint.
http://laugarnesskoli.is/index.php/skolinn/starfsaaetlun-skolans/um-starfsaaetlun/bokasafn
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

4. Skólavefurinn og fjölbreyttar leiðir til lestrarhvatningar.
Framkvæmdastjóri Skólavefsins, Jökull, kynnti nýtt námsefni sem þeir kalla Lestrarkassann. Markmið efnisins er að auka fræðilestur á auðveldan hátt og bæta lesskilning nemenda. Efnið er byggt upp á fimm þyngdarstigum en hvert þyngdarstig hefur að geyma mis þunga lestexta, ásamt spurningum. Síðan metur nemandinn hvernig honum gengurmeð að skrá rétt/röng svör á matsblað. Þessa texta má bæði vinna sem útprentað efni sem og gagnvirt efni og þá á nemandinn auðvelt með að fylgjast með sinni stigagjöf og framvindu vinnunnar. Ykkur er hér með bent á vefsíðu Skólavefsins en þeir hafa verið afar duglegir að koma með nýtt námsefni, bæði heilstætt námsefni í íslensku, mið -og unglingastig, og einnig efni fyrir vendikennslu í stærðfræði. Fulltrúar Skólavefsins eru tilbúnir til að kynna lestrarkassann fyrir áhugasömum en hann er nú í tilraunakennslu.
http://skolavefurinn.is/frettir/nytt-lestrarkassinn

5. Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur
Margrét lýsti hlutverki skólasafnamiðstöðvar og hvernig hún styður við starfsemi skólasafnanna. Með vinnu við plöstun, tengingu gagna og fleira. Kynningu á bókum fyrir skólasöfnin á bókvalsfundum og einnig hvernig skólasafnamiðstöð styður við og fylgist með fjárframlögum til skólasafnanna. Fróðlegt var að sjá hvernig fjármagn til gagnakaupa hefur breyst á fáum árum og innkaup dregist saman eftir efnahagshrun. Þó virðist aðeins vera að birta til aftur í innkaupum á bókum og öðrum gögnum og er það vel. Margrét er tilbúin að veita frekari upplýsingar.

http://en.ja.is/skolasafnamidstod-hvassaleitisskola/
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

6. Gagn og gaman – þrjár leiðir sem virka
Hvernig hægt er að auðvelda bókaval fyrir nemendur.
Litlir rithöfundar á bókasafni.
Rafbók á pöddu.
Hver kannast ekki við að nemendur segi ég finn ekki neitt til að lesa, eða viltu hjálpa mér að finna bók?. Til að auðvelda þessa vinnu og gera bókaúrvalið sýnilegra fyrir nemendum kom Ragnhildur í Fossvogsskóla með snilldarlausnir fyrir nemendur og starfsfólk skólasafnanna. Hún gjörbreytti skólasafni Fossvogsskóla þegar hún tók við starfsemi þess fyrir um það bil ári og hefur nú komið upp skemmtilegu kerfi sem ég ætla að reyna að lýsa í stuttu máli.
a) Auka sýnileikann, leggja bækur sem hafa t.d. svipað efnisinnihald, þema, lit eða efnissvið saman. Ekki raða þeim upp á rönd í hilluna heldur leggja þær á hilluna eða borð svo nemandinn „sjái" bókina. Skoði kápuna og geti kynnt sér innihald hennar á auðveldan hátt.
b) Raðar mun minnu upp í hillur en áður en reynir þess í stað að hafa bækur á áberandi stað sem eru vinsælar og margir lesa. Það sparar öllum vinnu í leit og röðun.
c) Raðar bókum upp eftir þemum og skiptir þemum svo reglulega út, þannig gefst kostur á að kynna mismunandi bókmenntir og koma eldri og minna lesnum bókum á framfæri.
d) Ragnheiður ræddi einnig hvernig má gera nemendu að rithöfundum og lýsti vel ferlinu sem þau fara í gegnum. Allt frá kveikju til bókar sem er bundin inn og höfð á ákveðnum stað á safninu til sýnis. Verulega áhugaverð hugmynd á sviði skapandi skrifa.
e) Einnig lýsti Ragnhildur hvernig hún vinnur með nemendum í bókagerð á spjaldtölvur eða tölvu. Ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til unnin hefur verið rafbók. Ragnhildur er tilbúin að veita þeim frekari upplýsingar sem vilja kynna sér bókagerðina eða ræða hönnun og uppröðun á skólasafni frekar.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

7. Skólasafnavefurinn
Rósa Harðardóttir kynnti skólasafnavefinn en hann er hugsaður til að styðja við kennslu í samþættri kennslu á skólasafni. Einnig er að finna góðar hugmyndir sem Rósa safnar hér og þar en hún er dugleg að miðla því sem fram fer á skólasöfnum Reykjavíkur. Ég hvet ykkur til að skoða vefinn vel og senda Rósu fréttir eða hugmyndir tengdar skólasanfnskennslu eða þverfaglegri vinnu á sviði upplýsinga- og tæknimenntar. http://skolasafn.grunnskolar.is/index.php/44-skolasafnavefurinn

Lokaorð
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um þau erindi sem flutt voru á fagfundinum. Ég hvet ykkur eindregið til að hafa samband við þá sem fluttu erindin því allir þessir einstaklingar búa yfir reynslu á þekkingu á sínu sviði sem erfitt er að nálgast á einum stað. Það er trú mín að sambærilegur fundur verði haldinn að ári og þá verði kaffihlé og gefist tími til að spjalla saman. Það er ómetnlegur þáttur í fræðslustarfi sem þessu að hitta félagana, kynnast þeim og hvað þeir eru að gera. Þar sem ég er að ljúka mínu starfi sem formaður ætla ég að nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem fluttu erindi á fundinum, ykkur sem komuð og einnig ykkur sem eruð að gera ykkar besta á skólasöfnum grunnskólanna þó þið hafið ekki átt heimangengt. Einnig öllum þeim sem veitt hafa mér og stjórn Félags fagfólks á síðustu árum góðan stuðning. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa notið stuðnings ykkar þessi ár og fengið að kynnast því flókna, margslungna og skemmtilega starfs sem unnin eru á skólasöfnunum og mun örugglega ekki hætta að skipta mér af málefnum skólasafnanna þó það verði á annan hátt en áður. Takk fyrir samvinnuna og hittumst heil á aðalfundinum 31. mars. Megi skólasöfn grunnskólanna halda áfram að vaxa og dafna sem upplýsingamiðstöðvar og upplýsingaveitur eins og þeim er ætlað samkvæmt landslögum.
Siggerður Ólöf Sigurðardóttir
Formaður Félags fagfólks á skólasöfnum
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5