Prenta

Blái hnötturinn í Háaleitisskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Dagana 9. og 10. apríl voru þemadagar í Háaleitisskóla. Skáldsagan Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason var viðfangsefnið í 1.- 7. bekk. Á þemadögunum var nemendum skipt í hópa og unnið á stöðvum. Viðfangsefni stöðvanna eru margvísleg. Tveir kennarar úr Kelduskóla Korpu fengu að koma í heimsókn og kynna sér þemavinnuna og var gaman að sjá gleðina sem skein úr andlitum barnanna sem öll höfu heyrt söguna um Bláa hnöttinn áður en hafist var handa við verkefnin. Auðvelt er að tengja þessa vinnu við flestar námskgreinar og ekki síður við grunnþætti menntunnar með sjálfbærni þar fremsta í flokki. Við þökkum kærlega fyrir að fá að koma í heimsókn og fá að skoða þessa skemmtilegu vinnu.