Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Comenius í upplýsingaveri Breiðholtsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Breiðholtsskóli tekur þátt í Comeniusarverkefni sem tengist skólasafni eða upplýsingaveri ásamt skólum frá Tékklandi, Portúgal og Danmörku. Kennarar sem standa að verkefninu höfðu tekið þátt í ráðstefnunni SLAMIT á Írlandi og þar vaknaði hugmyndin að sameiginlegu verkefni. Verkefnið heitir: School libraries: open doors to intercultural competences. Verkefnið er töluvert viðamikið og felst í ákveðnum verkefnum sem unnin eru á sama tíma í löndunum fjórum og hins vegar í nemendasamskiptum þar sem krakkarnir vinna saman en nemendur eru á aldrinum 13-15 ára og samskiptamálið er enska.
Á þessu skólaári hefur verið unnið með jólasiði í löndunum og í febrúar var fjallað um vináttu og samskipti í fjölmenningarlegu samfélagi. Unnið var út frá myndinni Bend it like Beckham. Í apríl síðastliðnum kom svo 16 manna hópur nemenda og kennara til Íslands. Í eina viku var unnið að stuttmynd um vináttu, nokkrir nemendur kynntu uppáhaldsbókina sína (book of my life), farið í hvalaskoðun og ferðir. Nemendur bjuggu á heimilum okkar krakka og það var mjög gaman að fylgjast með hversu ábyrgðarfullir gestgjafarnir voru gagnvart erlendu krökkunum og að fylgjast með samskiptum sem öll fóru fram á ensku. Næsta heimsókn er fyrirhuguð nú í lok september en þá fara nokkrir nemendur héðan til Tékklands og verða með fjölbreytta kynningu á Íslandi. Í lok apríl 2015 verður síðasta ferðin og þá til Danmerkur.

Fríða Haraldsdóttir upplýsingaveri Breiðholtsskóla

 

IMG 3791
vinna stuttmynd

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5