Prenta

Sumarlestur - spurningarkeppni

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í grunnskólunum á Akranesi var síðastliðið vor ákveðið að efna til spurningakeppni úr bókum í 4. - 7.bekk . Markmiðið er að hvetja nemendur til þess að lesa, ekki síst yfir sumartímann. Gefinn var út listi yfir bækur sem spurt yrði úr og fengu nemendur hann með sér heim í skólalok. Þá hékk listinn einnig uppi á Bókasafni Akraness. Þegar nemendur mættu í skólann um haustið héldu þeir áfram að lesa bækur af listanum. Samvinna var á milli starfsmanna skólasafna Grundaskóla og Brekkubæjarskóla í að búa til spurningar.

Form keppninnar byggir að mestu leiti á sömu þáttum og voru í Útsvari Rúv. Það eru hraðaspurningar, bjölluspurningar, vísbendingaspurningar, leikur og liður sem kallaður er allir saman. Þar mega liðin velja sér ákveðna bók til þess að svara spurningum úr. Í bjölluspurningunum, vísbendingaspurningunum og liðnum Allir saman má biðja bekkinn að hjálpa til. Þetta heppnaðist mjög  og allir  ákveðnir í að halda þessu áfram - gera þetta að árlegum viðburði. Komið hefur upp sú hugmynd að úrslitakeppnin fari fram á degi íslenskrar tungu en það á eftir að koma í ljós hvað verður. 

Hugmyndin af þessu verkefni koma frá Siggerði Ólöfu í Álfhólsskóla í Kópavogi en hún hefur staðið fyrir spurningarkeppni þar á bæ í nokkur ár. Keppnin hjá þeim er tvískipt,  fjórðu- og fimmtu bekkir  keppa í yngri hópnum en sjöttu- og sjöundu bekkir í þeim eldri. Sama keppnisfyrirkomulag er í báðum aldurshópum en með tvískiptingunni gefst kostur á að velja valbókalistann sem best í takti við aldur og getu nemenda.Keppnin heitir Lesum meira en fyrirmynd keppninnar sókt til Grindavíkur. Keppnin hefst í raun strax að hausti en lýkur um miðjan nóvember og er liður í læsisátaki Álfhólsskóla.

Í meðfylgjandi gögnum er hægt að lesa sér til um markmið, uppbyggingu og einnig eru dæmi um spurningar. Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá þeim Siggerði og Hallberu til að birta þetta með von um að áhugi vakni hjá fleirum að setja upp svona verkefni. 

pdfFyrirkomulag - Akranesi

pdfDæmi um spurningar - Akranes

pdfAuglýsing frá Akranesi

pdfEfni frá Áflhólsskóla