Prenta

Frá skólasafni Ártúnsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á skólasafni Ártúnsskóla er unnið út frá nýrri aðalnámsskrá og er lögð áhersla á að nemendur nýti sér þá tækni sem til er, öðlist hæfni í að afla upplýsinga af netmiðlum, nái tökum á úrvinnslu gagnanna og miðlun þeirra. Einnig er lögð áhersla á sköpun og að nemendur tileinki sér gott vinnulag, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í að vinna með öðrum.
Síðustu vikur hefur 6. bekkur unnið að verkefninu „Ártúnsholt-hverfið mitt" þar sem gengið er út frá nærumhverfi nemenda og unnið í lausnarleitarnámi (Problem-Based Learning). Nemendur ákveða sjálfir hvað þeir vilja kynna sér úr nærumhverfinu og þurfa að ná samkomulagi um það í hópnum, sem telur 4. Unnið er út frá spurningunni „Hvað vil ég vita um hverfið mitt".
Í upphafi athugar hópurinn hvaða upplýsingar þarf að afla og skilgreina vinnu sína með yfirlitsblaði. Skoða svo hvar væri hægt að finna svörin, á neti, í bókum og blöðum eða viðtölum við einstaklinga sem þekkja til. Nemendur sjá sjálfstætt um upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu efnis.
Lokaskil eru veggspjaldi og munnlegur flutningur fyrir bekkjarfélaga, sem framkvæma jafningjamat í lokin.