Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Sólargeislar í Kelduskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Lestrarátak var í Kelduskóla á dögunum.  Nemendur lásu  sögubækur og í sumum bekkjardeildum  lásu nemendur bækur eftir ákveðna höfunda. Eftir að hafa klárað bók eða ákveðinn blaðsíðufjölda fékk viðkomandi  nemandi sólargeisla og skrifaði á hann upplýsingar um bók og höfund og setti það umhverfis sól. Í Korpu söfnuðu nemendur geislum á sömu sólin en þar sem fleiri nemendur eru í Vík þá voru fleiri sólir sem skinu þar. Óhætt er að segja að vorið sé að og sólin brosi við lestrageislum Kelduskóla.

Prenta

Astrid Lindgren í Selásskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í Selásskóla er löng hefð fyrir þemavinnu en þá er hefbundið skólastarf brotið upp og allir nemendur skólans vinna að sama verkefni. Nú í vikunni voru einmitt þemadagar í skólanum og að þessu sinna urðu Astrid Lindgren og sögur hennar fyrir valinu. Nemendum var skipt upp í aldursblanaða hópa og í sameiningu sköpuðu þau þrjá ævintýraheima Astridar, Kattholt, Sjónarhól og Matthíasarskóg. Þarna var hægt að skoða heimili Emils, útbúnir voru spýtukarlar, hoppað var yfir helvítisgjánna og persónur í sögunum tóka ljóslifandi á móti gestum.

Prenta

Heimsókn í Laugarnesskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Fagfólk á skólasöfnum sem starfa við Grunnskóla Reykjavíkur hittist reglulega í fyrir tilstilli Skólasafnamiðstöðvar Reykjavíkur. Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem nýjar bækur eru kynntar. Flestir fundir hafa farið fram í Háaleitisskóla – Hvassó þar sem Skólasafnamiðstöð er til húsa en einnig kemur fyrir að þeir séu haldnir í öðrum söfnum. Þann 8. apríl fór slíkur fundur fram í Laugarnesskóla. Sigríður Heiða skólastjóri tók á móti hópnum og ræddi um gangsemi góðs skólasafns og hversu mikilvægu hlutverki það gegndi í námi barna. Vignir Ljósálfur Jónsson sem veitir safninu forstöðu sagði frá skemmtilegu lestrarhverjandi sem tengist drekum. En í því geta nemendur unnið sig upp í að verða drekameistarar af fyrstu, annarri eða þriðju gráða eftir að hafa lesið ákveðna titla af bókum sem eiga það sameiginlegt að tengjast drekum. Vonandi fáum við meira að heyra frá þessu verkefni Vignis á næstunni. En skólasafnið í Laugarnesskóla er staðsett í nýju húsnæði og er einstaklega skemmtilegt. Öllu er nostursamlega komið fyrir og merkingar líflegar og góðar. Á safninu fer fram kennsla með hefðbundnum hætti og kennt á þremur önnum. Nemendur í 2., 3. og 4. bekk fá fasta tíma á safninu, nemendur í 5. og 6. bekk fá afnot af fjórum tölvum skólasafnsins og aðstoð við heimildaöflun.

Prenta

Ljóðapríl

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Langaði að vekja athygli ykkar á viðburði sem nú er haldinn í þriðja sinn á Fésbókinni undir nafninu Ljóðapríl. Það eru þær Rósa Harðardóttir kennari í Kelduskóla og Anna Þóra Jónsdóttir kennari í Breiðagerðiskóla sem standa fyrir þessu.  En aprílmánuður er tileinkaður  ljóðlistinni. Allan mánuðinn er  hátið  á Fésbókinni þar sem hægt er að birta ljóða bæði frumsamin og eftir aðria bara muna eftir að taka fram hver höfundurinn er. Margir setja ljóðin bæði inn á viðburðinn og einnig í statusinn sinn og gaman að er fygljast með skemmtilegum umræðum sem spretta upp um einstaka ljóð.  Ef þú hefur skemmtilegar ábendingar um höfunda, ljóð eða jafnvel leið til þess að virkja skáldið í okkur hinum þá er um að gera að deila því með okkur. Ef þú dettur alveg í ljóðin og getur bara ekki stoppað þá er hægt að finna frábærar hugmyndir á eftirfarandi tengli: http://www.poets.org/page.php/prmID/94

Í Breiðagerðiskóla verður Ljóðapríl hjá nemendum og gaman verður að fylgjast með því verkefni. Ef skólinn á Ipad þá er um að gera að leyfa nemendum á spreyta sig á Segulljóðum sem er íslenskt forrit sem virkjar sköpunargáfur notandans og kveikir áhuga á tungumálinu. Það eru þau Guðný Þorsteinsdóttir og Friðrik Magnússon sem hafa hannað það. 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5