Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Óvættaför

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Vignir Ljósálfur Jónsson skólasafnskennari í Laugarnesskóla er duglegur að hvetja nemendur til þess að lesa. Hann fær margar góðar hugmyndir sem hann hrindir í framkvæmd og hafa virkað vel. Hann er óspar á því að deila með okkur hinum. Eitt af þessum verkefnum er Óvættaförklúbburinn. Hann virkar þannig að nemendur skrá sig í klúbbinn, lesar hverja bókina á fætur annarri í þessum vinsæla bókaklúbbi og þegar þeir hafa lokið við allar bækurnar þá fá þeir viðurkenningu. 

Hér er hægt að nálgast það efni sem þarf til að koma þessu í gang og við þökkum Vigni fyrir að vilja deila þessu með okkur:

docxMiðar á möppu

docxÓvættaför - Bókalisti

docxTeikningar

docxViðurkenningarskjal

mynd.af.möppu Small

Prenta

Heimsókn í Austurbæjarskóla (2)

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Skólasafnið í Austurbæjarskóla er einstaklega vinlegt og þangað er gott að koma. Safnið er staðsett miðsvæðis á 1. hæð miðálmu. Það er 120 fm. að stærð og rúmar um 50 manns í sæti. Skólabókasafnið á rúmlega 23.000 bækur og að auki er safnið áskrifandi að mörgum tímaritum. Á safninu eru líka ýmis önnur gögn s.s. tölvuforrit, margmiðlunardiskar, mynddiskar, kort, veggspjöld, hljóðbækur, spil og töfl.
Allar bekkjardeildir koma vikulega í tíma í ,,upplýsingamennt á bókasafni". Safnkennslan felst m.a. í að nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaleit og heimildavinnu. Yngstu nemendurnir fá sögustundir við sitt hæfi. Meðal viðfangsefna í bókasafnstímum hinna ýmsu árganga er t.d. heimilda- og bókmenntaritgerðasmíði og bókagerð.
Þegar okkur bar að garði þá var lestrarátaki nýlokið en lestrarátök í skólanum hafa verið sérlega metnaðarfullt þar sem margir kennarar taka höndum saman.
Á safninu starfa Inga Lára Birgisdóttir bókasafnsfræðingur og kennari og Piret Laas kennari.

Prenta

Skólasafnið í Vogaskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Vogaskóla er heildstæður grunnskóli í Reykjavík og tók til starfa í desember 1958. Skólinn er hverfisskóli í Vogahverfi og tilheyrir hverfi tvö í borginni. Vogaskóli er einn af eldri skólum borgarinnar og á sér langa og merka sögu. Hann er í grónu hverfi og nálægt náttúruperlum eins og Laugardal og Elliðaárdal. Húsnæði skólans skiptist í tvennt, eldri byggingu og nýbyggingu. Skólasafnið eða upplýsingaver skólans er staðsett í fallegu húsnæði í nýbyggingu skólans. Það er einkar rúmgott og vel búið. Berglind Guðmundsdóttir kennari stýrir safninu og vinnur með kennurum skólans að skipulagi og samþættingu verkefna. 

Prenta

Skólasafnið í Selásskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Selásskóli tók til starfa haustið 1986 og er hann staðsettur í Seláshverfi í Reykjavík. Börnin eru í Selásskóla til 12 ára aldurs en þá fara þau í Árbæjarskóla sem er safnskóli hverfisins.

Skólasafnið er einstaklega fallegt í rúmgóðu húsnæði í nýjusta hluta skólans sem tekin var í notkun árið 2002. Safnið er vel búið gögnum bæði af skáldsögum og fræðiritum og er tölvustofa inn af safninu sem gerir þetta að sannkölluðu upplýsingaveri. Anna Guðrún Jósepsdóttir kennari sér um safnið.

Prenta

Valpinnar

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í skólasafnskennslu Ártúnsskóla eru notuð ýmis aukaverkefni í 1. til 4. bekk. Eru verkefnin bæði tengd lestri og ritun. Nemendur fá að velja sér verkefni og geta unnið mörg í hverjum hluta í frjálsu vali. Lestrarverkefnið heitir „Lestu fyrir þig", þar velja nemendur létta lestrarbók og skrifa stutta frásögn úr henni. Ritunarverkefnin eru þrjú; „Ég get skrifað bréf", „Ég get samið ljóð" og „Ég er rithöfundur". Í því síðasta velja nemendur mynd og skrifa sögu út frá henni. Eru þetta vinsæl verkefni og það vinsælasta er að skrifa bréf.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5