Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Geðvonda maríuhænan á skólasafninu

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Ein af mínum uppáhalds bókum er Geðvonda maríuhænan eða The Grouchy Ladybug eftir Eric Carle. Því miður hefur þessi bók ekki verið þýdd yfir á íslensku en nokkrir skólar eiga hana á ensku. Sagan fjallar um geðvonda maríuhænu sem skorar á aðra maríuhænu í slag vegna fæðu en ákveður síðan að hún sé ekki nógu stór til þess að slást við. Þá ákveður geðvonda maríuhænan að ferðast um heiminn og skora á stærri dýr í slag. Sagan gerist á einum degi og á hverjum klukkutíma hittir hún nýtt og stærra dýr. Að lokum hittir hún bláan hval sem með sporðinum sínum þeytir henni aftur á byrjunarreit. Við það ákveður maríuhænan að vera vingjarnleg og deila mat með öðrum. Sagan er tilvalin til þess að nota þegar verið er að kenna nemendum um tímann, um skordýr eða um lífsleikni.
Ég les söguna fyrir nemendur í 1. bekk í í framhaldi af því vinnum við stutt verkefni. Ég tek myndir af nemendum þar sem þeir reyna að vera geðvond á svipinn og síðan er gerð klippimynd en í stað þess að klippa út haus á maríuhænuna klippa nemendur út sín andlit og líma á myndina sína. (sjá myndir). Á netinu eru að finna margar skemmtilegar hugmyndir sem hægt er að nota með þessari bók í kennslu. Hér er einn tengill af mjög mörgum: http://www.homeschoolshare.com/grouchy_ladybug.php

 

Prenta

Að lesa fyrir nemendur

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Öll getum við verið sammála um það að nauðsynlegt er að lesa fyrir börn bæði heima og í skólanum. Sögurstundir í skólum eru oft tengdar nestistímum en mörgum finnst sú stund ekki heppileg en þá er um að gera að velja anna tíma. Hægt er að byrja eða enda skóladaginn á upplestri eða lesa þegar nemendur hafa klárað nestið.
Vanda þarf valið á bókum svo þær séu heppilegar fyrir hópinn sem hlustar og margar leiðir eru kennurum færar. Þeir geta verið búnir að lesa bækurnar áður, fengið ábendingar frá samkennurum eða fagfólki á skólasöfnum svo fátt eitt sé nefnt. Margar bækur henta vel til þess að vinna frekar með og gaman er að dvelja við texta þeirra og efni eins og tilefni er til. Hér á síðunni eru nokkrar ábendingar og verkefni sem henta með skáldsögum og vonandi fjölgar þeim. Skemmtilegt er að setja bókatitla sem lesnir hafa verið á áberandi stað í kennslurýminu þannig að titill, kápa og höfundur festist betur í minni nemenda en það getur hjálpað þeim ef þeir hafa áhuga á því að kynna sér fleiri verk eftir sama höfund. Á myndunum hér fyrir neðan má einmitt sjá þetta útfært á einfaldan en skemmtilegan hátt.

Prenta

Jól á skólasafni

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í skóla einum á höfuðborgarsvæðinu var unnið skemmtilegt verkefni um jólaguðspjallið. Nemendur í 3. bekk komu á safnið með kennara sínum og fengu að hlusta á upplestur. Textinn var útskýrður og bækur skoðaðar. Síðan var unnið með texta og mynd. Nemendur fengu jólakúlu á hörðum pappa, skiptu kúlunni upp eftir leiðbeiningum frá kennurum. Neðst skrifðu þeir textann sinn og síðan var myndskreytt í samræmi við hann. Að lokum var jólakúlan klippt út og hengd upp. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glæslilegar myndir af þessu. Gaman væri að fá fréttir frá fleirum.

Prenta

Nýjar bækur gagnrýndar

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Skólasafnavefurinn heimsótti upplýsingaver Laugalækjarskóla á dögunum. Tilefnið var að fylgjast með skemmtilegri uppákomu í hádeginu. Nemendur sem eru í bókaklúbbi sem er valfag í skólanum bjóða upp á umfjöllun og gagnrýni á nýjum bókum nú fyrir jólin. Nemendur lásu nýjustu bækurnar sem þeir fengu lánaðar af safni skólans og sögðu í stuttu máli frá bókunum og gagnrýndu þær. Þegar okkur bar að garði voru fjórar kynningar og bækurnar fjölbreyttar, skáldsögur, ljóðabók og spuringarbók. Þessar uppákomur verða tvisvar í viku fram að jólum og geta nemendur átt notalega samverustund á safninu.

upplestur

Prenta

Norræna bókasafnsvikan

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Norræna bókasafnsvikan stendur nú yfir en henni er ætlað að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum. Að þessu sinni er þemað margbreytileiki á Norðurlöndunum og er sjónum beint að langri sögu menningarlegs fjölbreytileika í þessum löndum. Textarnir sem valdir voru til upplestrar í öllum löndum að þessu sinni eru kafli úr bókinni Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner fyrir yngri börnin og kafli úr úr bókinni Ég er Zlatan Ibrahimovic fyrir eldri. En þess má geta að sú bók er talin eiga sinn þátt í að auka lestur drengja um allan heim. Í Kelduskóla – Korpu var textinn um Zlatan lesinn í 4. og 5. bekk og á meðan á lestri stóð var myndum af goðinu varpað upp á vegg ásamt því að brugðið var upp kortum af löndum þeim sem hann tengist. Gott er að vera búin að kynna sér sögu þessa fótboltamanns áður en dagskrá hefst og það gæti einnig hentað að endursegja frekar en að lesa. Gaman væri að heyra frá þeim söfnum sem hafa gert meira úr dagskránni.

Thorbjørn Egner - Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi 

Zlatan Ibrahimovic - Ég er Zlatan  Ibrahimovic

Hér er hægt að kynna sér verkefnið í heild

Norræna-bókasafnavikan-2012-170x130

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5