Þessum vef er ætlað að styðja við kennslu á skólasöfnum í grunnskólum. Á honum er hægt að nálgast verkefni sem nýta má í kennslu eða til að vekja hugmyndir.
Efnið sem hér er að finna hefur sumt verið margprófað af reyndum kennurum. Hér eru nýjar hugmyndir sem geta gefið tilefni til tilrauna og þróunar. Einnig er hér að finna ýmis hagnýt gögn sem nýtast við vinnu á skólasöfnum, eins og bókamerki og hillumiða eða yfirlit um skipulag á safni. Enn fremur býður vefurinn upp á krækjur á mörg spennandi verkefni sem öll tengjast læsi í víðum skilningi.
Öllum er heimilt að nýta það efni sem er á vefnum en hafa skal í huga almennar reglur um umgngni við heimildir.
Ef þú lumar á verkefni sem þér finnst eiga erindi á vefinn, hafðu þá endilega samband. Það er von mín að vefurinn nýtist vel fyrir skólasafnskennara og aðra kennara sem vilja stuðla að fjölbreyttu starfi í íslenskum grunnskólum.