Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Aðalfundur FFÁS 2020

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Skólasafnaheimsóknir, aðalfundur/fræðslustund 6. mars og Gerðubergsráðstefna 7. mars 2020

Tilkynnið þátttöku með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nefnið viðburði sem þið sækið og nöfn skóla sem þið viljið heimsækja.

Vinsamlegast tilkynnið mætingu í síðasta lagi föstudaginn 28. febrúar.

 

Föstudagur 6. mars

Opin hús

kl. 10.00-12.00 - eftirfarandi skólasöfn eru með opin hús:

· Skólasafn Flataskóla – v/ Vífilsstaðaveg, Garðabæ: Ágústa Lúðvíksdóttir tekur á móti gestum.

· Grunnskóli Seltjarnarness - Skólasafn Valhúsaskóla (7. – 10. bekk) – við Skólabraut, Seltjarnarnes: Ragnhildur Birgisdóttir tekur á móti gestum.

· Grunnskóli Seltjarnarness - Skólasafn Mýrarhúsaskóla (1. – 6. bekk) – við Nesveg, Seltjarnarnesi: Borghildur Hertevig tekur á móti gestum.

· Skólasafn Grandaskóla– Keilugranda 3, Reykjavík: Valgeir Gestsson tekur á móti gestum.

· Austurbæjarskóli – Barónstíg 32: Inga Lára Birgisdóttir tekur á móti gestum.

Aðalfundur FFÁS 2020 og fræðslustund

föstudaginn 6. mars kl. 13:00 – 15:30 Skólasafn Selásskóla, Selásbraut

 

Fundarstjóri og kynnir er Guðrún Þórðardóttir

 

 

13.00-13.30 Skýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins. Umræður um skýrslu og reikninga. Kosningar í stjórnarstöður: stjórn, fræðslunefnd, kjaranefnd og endurskoðun reikninga. -Vinsamlegast tilkynnið í síðasta lagi við skráningu ef þið hafið áhuga á að bjóða ykkur fram í störf fyrir félagið. Önnur mál.

13.30-14.00 Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt í fréttamennsku, flytur erindi um falsfréttir.

14.00-14.10 Rósa Harðardóttir forstöðumaður bókasafns og gestgjafi segir frá starfsemi skólasafns Selásskóla.

14.10-14.50 Kaffihlé – kaffiveitingar kosta 500 kr.

14.50-15.10 Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafninu, kynnir Okið - nýopnað upplifunarrými fyrir unglinga.

15.10-15.30 Eldhugar á skólasöfnum á slóðum dreka. Kynning á því helsta frá ráðstefnu IASL 2019 í Króatíu.

 

 

Gerðubergsráðstefna um barna- og unglingabókmenntir

„Vá – Bækur, lesendur þeirra og allt hið voðalega í heiminum“.

Laugardagur 7. mars kl. 10.30-13.00

með hádegisverðarhléi

Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík

Staður: Gerðuberg Dagur: laugardagur 7. mars

Tími: 10:30 – 13:00 Loftlagsbreytingar voru mál málanna á síðasta ári og börn og unglingar gjarnan leiðandi í þeirri umræðu. Á hinni árlegu ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir verður fjallað um birtingarmyndir loftslagsbreytinga og annarra erfiðra viðfangsefna í bókmenntum fyrir ungmenni en einnig verður rýnt nánar í hvaða bækur standa börnum og unglingum til boða og hvernig miðla má til þeirra efni, bæði í leik og í starfi.

Að ráðstefnunni standa Síung, Félag fagfólks á skólasöfnum, IBBY, SFS , Upplýsing og Borgarbókasafnið.

Fundarstjórn er í höndum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.

Dagskrá:

10:30 Þórey Lilja Benjamínsdóttir Wheat, grunnskólanemi flytur ávarp

10:45 Hildur Knútsdóttir, rithöfundur: Vetrarhörkur og nornir – að skrifa um samfélagsmál í ungmennabókum

11:15 Guðrún Lára Pétursdóttir, bókmenntafræðingur: Á báti yfir Hallærisplanið – um samfélagsgagnrýni og loftslagsvá í íslenskum ungmennabókum

11:45 Matarhlé

12:15 Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur/vísindamaður/jarðfræðingur?: Þessi bók er alltof flókin fyrir þig!

12:45 Hjalti Halldórsson og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir: Að vera læs á framtíðina – Um mikilvægi sköpunar í skólastarfi.

Print

Heimsókn á skólasöfn í Stokkhólmi

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Skólasöfn í Stokkhólmi

Þann 6. Sepetember 2017 lögðum við stöllur, Rósa Harðardóttir skólasafnskennari í Norðlingaskóla, Heiða Rúnarsdóttir skólasafnskennari og upplýsingafræðingur í Háaleitisskóla og Dröfn Vilhjálmsdóttir upplýsingafræðingur í Seljaskóla af stað í ferðalag. Förinni var heitið til Stokkhólms höfuðborga Svíþjóðar. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja þrjú skólasöfn og fræðast um fyrirkomulag og mynda tengsl sem gætu nýst í áframhaldandi samstarf. Við fengum styrk úr Sænsk - íslenska samstarfsjóðum sem dugði fyrir flugferðum og gistingu.
Eftir að Norrænu samtök skólasafnsfólks voru lögð niður hefur tilfinnanlega vantað grundvöll fyrir norrænt samstarf og gaman væri að endurvekja það í einhverri mynd. Auk þess fórum við að stað með nýja hugmynd um að mynda vinasöfn á milla tveggja skóla. Sú hugmynd er enn á teikniborðinu og munum við sjá hvað verður úr henni.

Fyrsti skólinn sem við heimsóttum var Engelbrektsskolan en sá skóli er í Östermalm sem er frekar efnað hverfi. Skólinn er með yfir 1000 nemendur og á safninu var 100% staða. Henni sinnti Fia Idegard upplýsingafræðingur. Safnið var stórt og mjög rúmgott en það hafði nýlega flutt í þetta húsnæði sem áður hafði hýst íþróttasal. Fia hafði ekki starfað þarna lengi en var mjög áhugasöm um að skapa ákveðnar hefðir og sökum þess hversu stór skólinn er þá var ekki mikið um kennslu. Kennslan fólst aðallega í því að fá hópa af nemendum í lestrarstund. Hún vildi byggja upp kennslu t.d í 3., 6. og 9. bekk. Við skólann starfaði íslenskur sérkennari sem kom og hitti okkur og fræddi okkur um skólastarfið.
Næst heimsóttum við Enskede skola sem er tæplega 1000 barna skóla. Þar starfaði Malena Storme upplýsingafræðingur en hún hafði starfað þarna á annað ár. Safnið var lítið og þröngt og erfitt var að koma hópum þangað. Melena fór því frekar með sýna fræðslu út í bekkina heldur en að taka hópa til sín. Hana dreymdi um stærra safn og markvissara starf. En hún var byrjuð að setja niður markmið með sínu starfi og var mjög metnaðrfull.
Síðasti skólinn sem við heimsóttum var Bandhagen skolan en hann var ólíkur hinum þar sem nemendur voru um 450 og eingöngu upp í 7. bekk. Astrid Falk upplýsingafræðingur tók á móti okkur en hún hafði eins og þær hinar ekki starfað lengi í þessum skóla. Á þeim tíma hafði hún samt tekið allt í gegn og gert safnið mjög notalegt. Hún var búin að afskrifa mikið af bókum og flokka og raða á annan hátt en hafði verið gert.
Það sem okkur kom mest á óvart í þessari heimsókn var hversu lítil kennsla var á söfnunum þrátt fyrir góðan stuðning frá skólasafnamiðstöð þeirra Stokkhólmsbúa. En skólasafnamiðstöðin er mjög öflug stofnun með um 20 starfsmönnum og sér hún um kennslu, aðföng og millisafnalán. Einnig fá starfsmenn mikinn stuðning þegar kemur að því að sannfæra skólastjóra um mikilvægi safnanna. Það eru ekki nema 20 skólar í Stokkhólmi sem eru með upplýsingafræðinga í starfi aðrir eru með kennara eða ófaglærða. Upplýsingafræðingarnir halda mikið hópinn og hittast reglulega en sjaldan með öðurum starfsmönnum safna. Mjög öflugt millisafnalánakerfi er fyrir hendi og er hægt að panta bækur á fjölda tungumála eða bekkjarsett af lesflokkum og er þetta sent í skólana daginn eftir. Það hefði verið gaman að heimsækja þessa miðstöð en það er góð hugmynd fyrir næstu ferð.
Einnig heimsóttum við Kulturhuset en því miður var barnadeildin lokuð. Við fengum hinsvegar að kíkja á TioTretton en það er eins og nafnð segir til um deild á Borgarbókasafninu sem er eingöngu fyrir börn á aldrinum tíu til þrettán ára. Aðrir mega ekki koma þarna inn. Ákaflega skemmtilegt safn með þar sem Makerspace hugmyndafræðin fær að njóta sín.
Í heild var þetta mjög góð ferð og margt sem við lærðum og ekki síst hvað skólasöfnin á Íslandi eru flott og mikið og gott faglegt starf er þar unnið.

Print

Fræðslustund 27.sept 2018

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Núna er starfið hafið af krafti á skólasöfnum/upplýsingaverum landsins. Stjórn félags fagfólks á skólasöfnum er fullskipuð og hefur þegar fundað til þess að skipuleggja veturinn. Sú breyting hefur orðið á að ég hef tekið við formannsstarfi félagsins af Heiðu Rúnarsdóttur í Háteigsskóla og Guðrún Ólafsdóttir í Kársnesskóla hefur tekið við varaformannsstöðunni af mér.
Heiða hefur sinnt formannsstöðu í FFÁS af einstakri röggsemi undanfarna vetur og stjórnin þakkar henni fyrir mikla og óeigingjarna vinnu í þágu félagsins. Sem betur fer munum við njóta krafta Heiðu áfram í vetur sem stjórnarmeðlims í félaginu.
Það er komið að fyrstu fræðslustund FFÁS í vetur. Hún verður fimmtudaginn 27. september í Snælandsskóla milli kl. 14-17.
Ég hvet ykkur til að senda mér svar, seinast fimmtudaginn 20/9, með tölvupósti eða í gegnum Facebook ef þið ætlið ykkur að mæta. Mikilvægt er að vita fjölda fyrir uppröðun og kaffiveitingar.
Til að koma á móts við kostnað mælumst við til að þátttakendur, aðrir en þeir sem koma að undirbúningi, greiði 500 kr. fyrir kaffiveitingar.
Ég hlakka til að fá svör frá ykkur um mætingu. Það er svo gaman að koma saman!

Kærar kveðjur, Dröfn Vilhjálmsdóttir – skólasafni Seljaskóla, formaður FFÁS
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fræðslustund í Snælandsskóla, Víðigrund, Kópavogi.
Fimmtudaginn 27. september kl. 14:00 – 17:00

Dagskrá

14:00-14:15 Fundur settur. Guðmunda Guðlaugsdóttir á skólasafni Snælandsskóla kynnir safnið sitt.

14:15-14:45 Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, upplýsingafræðingur og kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi segir frá afar spennandi ISTE bókmennta- og skólaráðstefnu sem hún sótti til Chicago. https://conference.iste.org/2018/

14:45-15:15 Halla Svavarsdóttir í Víðistaðaskóla og Ásdís Helga Árnadóttir í Áslandsskóla ásamt starfsfélögum sínum frá skólasöfnum Hafnarfjarðar kynna vel heppnað samstarfsverkefni hafnfirsku safnanna frá síðastliðnu vori, Bókabrall, og sýna afrakstur þess.

15:15-15:45 Kaffi, spjall og skólasafn Snælandsskóla skoðað. Kaffigjald: 500 kr.

15:45-16:15 Dröfn Vilhjálmsdóttir á skólasafni Seljaskóla kynnir bókahátíð Seljaskóla sem stóð yfir í eina viku sl. vetur. Á hátíðinni var settur á fót afar vinsæll skiptibókamarkaður, bókasafnið opnaði Snapchat með gestasnöppurum, matsalurinn var tengdur bókalestri, skólaskápar voru málaðir eins og bókakilir og margt fleira.

16:15-16:45 Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur og yfirmaður barnastarfs Norræna hússins kynnir Mýrina, barnamenningarhátíð. Hún fer fram dagana 11. – 14. október næstkomandi með fjölbreyttri og áhugaverðri dagskrá.

16:45-17:00 Fundi slitið

Print

Fræðslustund

Written by rosahard on . Posted in Fréttir

Félag fagfólks á skólasöfnum stendur fyrir

Fræðslustund í Valhúsaskóla við Skólabraut Seltjarnarnesi

mánudaginn 9. október kl. 14:30 – 17:30

Dagskrá

14:30-15:00 Kristjana Mjöll J. Hjörvar, upplýsingafræðingur Landsbókasafni og formaður

Upplýsingar. Kristjana Mjöll segir frá Global Vision sem var verkefni IFLA ráðstefnu sem hún sótti í sumar.

15:00-15:20 Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar, Menningar

og ferðamálasviði / Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Harpa mun kynna Sögur, sem er í grunninn lestrarhvetjandi verkefni unnið í samstarfi við SÍUNG, KrakkaRÚV, Menntamálastofnun, IBBÝ, Upplýsingu, Reykjavík

bókmenntaborg UNESCO o.fl. sem vinna með börnum og fyrir börn (allir mega vera

með). Verðlaunahátíð barnanna verður haldin í tengslum við verkefnið.

15:20-15:30 Ragnhildur Birgisdóttir kynnir skólasafn Valhúsaskóla og heimasíðu safnsins.

15:30- 16:00 Kaffi, spjall og skólasafn Valhúsaskóla skoðað.

Óskað er eftir að gestir greiði 500 kr. í kaffisjóð.

16:00-16:15 Bryndís Loftsdóttir frá Félagi íslenskra bókaútgefenda kynnir Barnabókamessu sem

Félag íslenskra bókaútgefenda mun í samstarfi við Reykjavíkurborg efna til þann

27. október. Um er að ræða lokaðan viðburð, aðeins opinn stjórnendum

skólabókasafna í grunnskólum og leikskólum á Íslandi.

Gestum messunnar verður boðið að ræða við útgefendur og höfunda, skoða allar nýjustu barna- og ungmennabækurnar og ganga frá kaupum á nýjum bókum á sér sömdu verði sem aðeins verður í boði þennan eina dag. Tilgangur verkefnisins er að efla læsi barna og ungmenna, efla innlendan bókakost skólabókasafna og leikskóla í Reykjavík og jafnframt vekja athygli á útgáfu innlendra barna- og ungmennabóka.

16:15-16:45 Jóhanna Guðríður Ólafsson, Flataskóla, grunnskólakennari með íslensku sem

kennslufag, flytur 20 mínútna erindi um mikilvægi þess að nemendur tileinki sér vinnubrögð sem gilda í fræðilegum skrifum. Í samstarfi við skólasafnið læra nemendur í 7. bekk að móta rannsóknarspurningar, skrá og meta heimildir ásamt fleiru sem tengist fræðilegri ritun og skrifa rannsóknarritgerð á skólasafni. Eftir erindið eru gefnar 10 mínútur í umræður.

16:45-17:15 Dröfn Vilhjálmsdóttir, upplýsingafræðingur, Heiða Rúnarsdóttir, grunnskólakennari

og upplýsingafræðingur og Rósa Harðardóttir, grunnskólakennari.

Þær segja frá námsferð til Stokkhólms og bera m.a. saman aðstæður á skólasöfnum þar og hér.

17:15-17:30 Almennar umræður um starfsemi skólasafna/upplýsingavera.

Gestgjafi: Ragnhildur Birgisdóttir grunnskólakennari

Print

"Eitt ljóð á dag" í Ártúnsskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Lestrarátakið „Eitt ljóð á dag" stóð yfir frá 16.-27. janúar. Í ár var lestrarátakið helgað ljóðalestri. Lögð var áhersla á vandaðan upplestur, framsögn og túlkun ljóða, ásamt ljóðaútskýringum.
Eitt ljóð á dag var lesið upp fyrir aðra í skóla, t.d. vin, sessunaut, bekkinn, starfsfólk, leikskólabörn eða á sal. Þetta gat verið eitt ljóð valið af kennara eða ljóð sem nemendur velja sér. Áður en til upplestar kom þurftu nemendur að æfa sig, annað hvort í skóla eða heima. Með hverju lesnu ljóði upphátt var fyllt út hringform með heiti ljóðs, höfundar og upplesara. Þetta gátu verið einstaklingur, hópur eða bekkurinn í heild. Hver árgangur hafði sinn lit og voru liðirnir festir upp á sameiginlegan orm.
Litir bekkja: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur
Loka afurð átaksins var því ljóðaormur nemenda sem liðast um ganga skólans.

pdfBréf til foreldra

pdfBréf til kennara

pdfLjóðahringur

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5