Aðalfundur FFÁS 2020
Skólasafnaheimsóknir, aðalfundur/fræðslustund 6. mars og Gerðubergsráðstefna 7. mars 2020
Tilkynnið þátttöku með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nefnið viðburði sem þið sækið og nöfn skóla sem þið viljið heimsækja.
Vinsamlegast tilkynnið mætingu í síðasta lagi föstudaginn 28. febrúar.
Föstudagur 6. mars
Opin hús
kl. 10.00-12.00 - eftirfarandi skólasöfn eru með opin hús:
· Skólasafn Flataskóla – v/ Vífilsstaðaveg, Garðabæ: Ágústa Lúðvíksdóttir tekur á móti gestum.
· Grunnskóli Seltjarnarness - Skólasafn Valhúsaskóla (7. – 10. bekk) – við Skólabraut, Seltjarnarnes: Ragnhildur Birgisdóttir tekur á móti gestum.
· Grunnskóli Seltjarnarness - Skólasafn Mýrarhúsaskóla (1. – 6. bekk) – við Nesveg, Seltjarnarnesi: Borghildur Hertevig tekur á móti gestum.
· Skólasafn Grandaskóla– Keilugranda 3, Reykjavík: Valgeir Gestsson tekur á móti gestum.
· Austurbæjarskóli – Barónstíg 32: Inga Lára Birgisdóttir tekur á móti gestum.
Aðalfundur FFÁS 2020 og fræðslustund
föstudaginn 6. mars kl. 13:00 – 15:30 Skólasafn Selásskóla, Selásbraut
Fundarstjóri og kynnir er Guðrún Þórðardóttir
13.00-13.30 Skýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins. Umræður um skýrslu og reikninga. Kosningar í stjórnarstöður: stjórn, fræðslunefnd, kjaranefnd og endurskoðun reikninga. -Vinsamlegast tilkynnið í síðasta lagi við skráningu ef þið hafið áhuga á að bjóða ykkur fram í störf fyrir félagið. Önnur mál.
13.30-14.00 Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt í fréttamennsku, flytur erindi um falsfréttir.
14.00-14.10 Rósa Harðardóttir forstöðumaður bókasafns og gestgjafi segir frá starfsemi skólasafns Selásskóla.
14.10-14.50 Kaffihlé – kaffiveitingar kosta 500 kr.
14.50-15.10 Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafninu, kynnir Okið - nýopnað upplifunarrými fyrir unglinga.
15.10-15.30 Eldhugar á skólasöfnum á slóðum dreka. Kynning á því helsta frá ráðstefnu IASL 2019 í Króatíu.
Gerðubergsráðstefna um barna- og unglingabókmenntir
„Vá – Bækur, lesendur þeirra og allt hið voðalega í heiminum“.
Laugardagur 7. mars kl. 10.30-13.00
með hádegisverðarhléi
Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
Staður: Gerðuberg Dagur: laugardagur 7. mars
Tími: 10:30 – 13:00 Loftlagsbreytingar voru mál málanna á síðasta ári og börn og unglingar gjarnan leiðandi í þeirri umræðu. Á hinni árlegu ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir verður fjallað um birtingarmyndir loftslagsbreytinga og annarra erfiðra viðfangsefna í bókmenntum fyrir ungmenni en einnig verður rýnt nánar í hvaða bækur standa börnum og unglingum til boða og hvernig miðla má til þeirra efni, bæði í leik og í starfi.
Að ráðstefnunni standa Síung, Félag fagfólks á skólasöfnum, IBBY, SFS , Upplýsing og Borgarbókasafnið.
Fundarstjórn er í höndum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.
Dagskrá:
10:30 Þórey Lilja Benjamínsdóttir Wheat, grunnskólanemi flytur ávarp
10:45 Hildur Knútsdóttir, rithöfundur: Vetrarhörkur og nornir – að skrifa um samfélagsmál í ungmennabókum
11:15 Guðrún Lára Pétursdóttir, bókmenntafræðingur: Á báti yfir Hallærisplanið – um samfélagsgagnrýni og loftslagsvá í íslenskum ungmennabókum
11:45 Matarhlé
12:15 Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur/vísindamaður/jarðfræðingur?: Þessi bók er alltof flókin fyrir þig!
12:45 Hjalti Halldórsson og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir: Að vera læs á framtíðina – Um mikilvægi sköpunar í skólastarfi.