Námskrá
Í nýrri aðalnámskrá grunnskóla segir að skólasöfnin eigi að gegna lykilhlutverki í námi barna, efla skilning þeirra á upplýsingum og ýmsum gögnum ásamt því að stuðla að frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum. Skólanum ber að skapa þau skilyrði sem nemendur þurfa til að efla þroska og skilning á eðli upplýsinga og gagna sem þeir þurfa að nýta sér í námi sínu og um leið að stuðla að frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum. Þar kemur enn fremur fram í aðalnámskrá grunnskóla að nemendur eiga að hafa aðgang að hvers konar miðlum við nám sitt og læra um notagildi þeirra í leiðinni . Ný menntastefna er byggð á sex grunnþáttum menntunar sem hafðir voru til hliðsjónar við samningu námskrár en þeir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þessir þættir kalla á þverfaglega nálgun og þemabundin verkefni.
Námskrár í öðrum greinum hafa ekki komið út.