Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Heimsókn til Spánar

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in Innlit

Á ferð minni um Spán nú í byrjun sumars heimsótti ég grunnskóla í borginni Murcia. Skóli þessi MAESTRO JOAQUIN CANTERO  er fimm ára gamall og byggður í nýju úthverfi. Í skólanum eru nemendur frá 6 til 12 ára og einnig er þarna að finna leikskóladeild. Kennari við skólann JUAN ANTONIO MOLINA GALVEZ tók á móti mér en við höfum verið í samstarfi í vetur vegna umsóknar um samstarfsverki í ERASMUS+2 ásamt fleiri skólum í Evrópu. Juan sér um skólasafnið i skólanum og hafði ég mikinn áhuga á að sjá það. Það kom mér á óvart því það var mjög lítið og átti að þjóna 350 nemendum. Húsnæðið var um 15 fermetrar og ekki mikið af bókum rúmast í svo litlu plássi. Juan tjáði mér að bækur safnsins væru mikið í kennslustofum og væri það hans hlutverk að skipta þeim á milli bekkja. Útlánakerfið var svipað og hjá okkur, allt skráð niður í tölvu og gögn með strikamerki. Juan aðstoðaði kennara og nemendur í ýmiskonar heimildavinnu en eins og gefur að skilja þá rúmast ekki margir nemendur á safninu heldur fer hann í bekkjarstofur. Þau glíma við svipað vandamál og við í sambandi við innkaup, í fyrra fékk hann að kaupa bækur og gögn fyrir dágóða upphæð en næsta vetur fær hann ekkert að kaupa, þá verður peningurinn settur í önnur gögn. Skólinn er nýlegur, var stofnaður árið 2009 og koma því á óvart hversu gamaldags hann er og ekki gert ráð fyrir stærra safni eða upplýsingaveri. Þetta var virkilega skemmtileg heimsókn og vel tekið á móti mér. Vonandi fáum við að vinna meira saman.
Rósa Harðardóttir

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5