Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Heimsókn á skólasafnið í Fossvogsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in Innlit

Fossvogsskóli er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar og er staðsettur á fallegum stað í Fossvogsdal. Í skólanum eru nemendur á aldrinum 6 - 12 ára.  Skólasafn Fossvogsskóla er opið og skemmtilegt í miðrými skólans og einkar aðgengilegt.
Skólasafnið er helsti upplýsingamiðill skólans og markmiðið að auðvelda nemendum og kennurum
gott aðgengi að honum. 

Ragnhildur Birgisdóttir er forstöðumaður safnins og leggur hún áherslur á þverfaglega vinnu í samstarfi við kennara skólans ásamt því að styðja við lestrarnám þeirra.

Prenta

Heimsókn að Kleppjárnsreykjum

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in Innlit

Prenta

Heimsókn til Spánar

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in Innlit

Á ferð minni um Spán nú í byrjun sumars heimsótti ég grunnskóla í borginni Murcia. Skóli þessi MAESTRO JOAQUIN CANTERO  er fimm ára gamall og byggður í nýju úthverfi. Í skólanum eru nemendur frá 6 til 12 ára og einnig er þarna að finna leikskóladeild. Kennari við skólann JUAN ANTONIO MOLINA GALVEZ tók á móti mér en við höfum verið í samstarfi í vetur vegna umsóknar um samstarfsverki í ERASMUS+2 ásamt fleiri skólum í Evrópu. Juan sér um skólasafnið i skólanum og hafði ég mikinn áhuga á að sjá það. Það kom mér á óvart því það var mjög lítið og átti að þjóna 350 nemendum. Húsnæðið var um 15 fermetrar og ekki mikið af bókum rúmast í svo litlu plássi. Juan tjáði mér að bækur safnsins væru mikið í kennslustofum og væri það hans hlutverk að skipta þeim á milli bekkja. Útlánakerfið var svipað og hjá okkur, allt skráð niður í tölvu og gögn með strikamerki. Juan aðstoðaði kennara og nemendur í ýmiskonar heimildavinnu en eins og gefur að skilja þá rúmast ekki margir nemendur á safninu heldur fer hann í bekkjarstofur. Þau glíma við svipað vandamál og við í sambandi við innkaup, í fyrra fékk hann að kaupa bækur og gögn fyrir dágóða upphæð en næsta vetur fær hann ekkert að kaupa, þá verður peningurinn settur í önnur gögn. Skólinn er nýlegur, var stofnaður árið 2009 og koma því á óvart hversu gamaldags hann er og ekki gert ráð fyrir stærra safni eða upplýsingaveri. Þetta var virkilega skemmtileg heimsókn og vel tekið á móti mér. Vonandi fáum við að vinna meira saman.
Rósa Harðardóttir

Prenta

Heimsókn í Seljaskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in Innlit

Fagfólk á skólasöfnum í Reykjavík hittist einu sinni í mánuði að jafnaði og ber saman bækur sínar. Í dag mánudaginn 17. mars hittumst við á skólasafni Seljaskóla. Seljaskóli er heildstæður grunnskóli í efra Breiðholti og í honum eru um 600 nemendur. Um skólasafnið sér Dröfn Vilhjálmsdóttir upplýsingafræðingur og sagði hún okkur upp og ofan af skemmtilegi starfi á safninu. Hún leggur mikla áherslu á að hafa safnið opið sem mest á skólatíma og að nemendur finni að þeir séu ávallt velkomnir. Starfið á safninu er fjölbreytt en Dröfn hefur undanfarið kennt nemendum á undraheima leitarvéla ásamt því að styðja við lestur með fjölbreyttum leiðum. Nemendur í 1. til 5. bekk hafa fasta tíma á safni en aðrir nemendur koma á safnið í tengslum við verkefnavinnu og lestur. Dröfn sagði okkur frá skemmtilegu þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi við foreldra og kallast lestrarskjóður en þá geta nemendur fengið skjóður með sér heim með bókum og fylgihlutum. Verkefnið er rétt að fara af stað og gaman verður að heyra meira um það þegar það er farið að rúlla. Þess má geta að skólasafnið er með Facebooksíðu sem gaman er að fylgjast með.

Prenta

Heimsókn í Háaleitisskóla Álftamýri

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in Innlit

Starfsfólk á skólasöfnum í Reykjavík hittist í hverjum mánuði á svokölluðum "bókvalsfundum" sem Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur heldur utan um. Of hittumst við á skólasafni Háaleitisskóla Hvassó þar sem Skólasafnamiðstöðin er þar til húsa en einnig fáum við oft heimboð í aðra skóla, höldum fundina þar og fáum kynningu á starfinu. Mánudaginn 17. febrúar var fundurinn haldin í Háaleitisskóla Álftamýri sem áður hét Álftamýrarskóli en var sameinaður Hvassaleitiskóla. Á skólasafninu starfar Arnþrúður Einarsdóttir en hún sér  um skólasöfnin á báðum starfsstöðvum. Er tvo daga í Hvassó og þrjá í Alftamýri. 

Safnið í Álftamýri er í skemmtilegu og björtu húsnæði í nýrri viðbyggingu í miðjum skólanum.Tölvuver skólans er inn af safninu. 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5