Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Sólargeislar í Kelduskóla

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Lestrarátak var í Kelduskóla á dögunum.  Nemendur lásu  sögubækur og í sumum bekkjardeildum  lásu nemendur bækur eftir ákveðna höfunda. Eftir að hafa klárað bók eða ákveðinn blaðsíðufjölda fékk viðkomandi  nemandi sólargeisla og skrifaði á hann upplýsingar um bók og höfund og setti það umhverfis sól. Í Korpu söfnuðu nemendur geislum á sömu sólin en þar sem fleiri nemendur eru í Vík þá voru fleiri sólir sem skinu þar. Óhætt er að segja að vorið sé að og sólin brosi við lestrageislum Kelduskóla.

Print

Sjónræningjar, indíanar og Harry Potter

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Sú hefð hefur skapast í mörgum skólum að efna til lestrarátaks einu sinni eða tvisvar á skólaárinu. Tilgangurinn er að auka lestrarfærni nemenda ásamt því að efla áhuga á lestri góðra bóka. Þá fær lestur aukið vægi í stundarskrá skólans og nemendur eru einnig hvattir til að lesa meira heima. Stundum er allur skólinn í átaki á sama tíma og þá jafnvel með ákveðnu þema sem endar á uppskeruhátið. Við vorum svo heppin að fá þrjár skemmtilegar hugmyndir frá  henni Eybjörgu Dóru Sigurpálsdóttur í  Norðlingaskóla til að deila með ykkur þar sem indíánar, sjóræningjar  og töfrar Harry Potters voru við völd. 

Indíanalestrarsprettur

Sjóræningjalestrarsprettur

Harry Potter

 

Print

Stjörnulestur í Ártúnsskóla

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Löng hefð er fyrir því að bókasafn Ártúnsskóla standi fyrir lestrarátaki í skólanum, í formi lestrarspretts. Í ár stóð átakið yfir í hálfan mánuð og fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar. Yfirheiti átaksins í ár var „Stjörnulestur nemenda“  enda var stjarna einkenni átaksins í ár.

Bókaval var frjálst hjá yngstu og elstu nemendunum, en tekið fram að bókaval ætti að hæfa getu og aldri. Norrænum höfundum, þar með talið íslenskum, var haldið að 3., 4. og 5. bekk. 

Samkvæmt nýrri aðalnámskrá eru sex grunnþættir lagðir til grundvallar öllu skólastarfi. Tveir þessara grunnþátta eru læsi og sköpun og eru þeir samþættir í lestrarsprettinum, með því að láta listsköpun auka vægi átaksins um leið og það verður sýnilegra og skemmtilegra.

Söfnuðu nemendur stjörnu með hverri lesinni bók. Auk þess voru stjörnurnar notaðar í sameiginlegt listrænt verk hvers bekkjar fyrir sig. Loka verkin voru mjög fjölbreytt og fengu nöfn eins og: Lestrarstjörnur englanna, Þið eruð stjörnur, Himingeimurinn (samþætting með samfélagsfræði í tveimur árgöngum), Með stjörnur í augunum og Uppáhaldsstjörnubókin mín.

Kepptu svo yngri og eldri bekkir um flestar lesnar blaðsíður og fengu viðurkenningu og bikar til varðveislu í eitt ár. Fengu nokkrir bekkir viðurkenningarskjal fyrir listræna útfærslu. Auk þess fengu allir bekkir skólans viðurkenningu fyrir þátttöku í lestrarsprettinum.

Skólasafnið stóð einnig fyrir sameiginlegri kennslustund á tímabilinu, þar sem yndislestur fór fram víðs vegar um skólann. Lestraráhugi var mikill hjá nemendum, sem létu enga stund fram hjá sér fara við að grípa í bók.

Með stjörnukveðju úr Ártúnsskóla

Guðrún Þ

 

Print

Á grænni grein

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Lestrarátak var haldið í Kelduskóla/Korpu nú í vor.

Allir bekkir skólans tóku þátt á sama tíma.  Markmiðið er að lesa sem mest á þessum tíma til að auka lestrarfærni nemenda og glæða áhuga þeirra á bóklestri. Nemendur lásu bæði heima og í skóla.

Hver nemandi skráði á laufblað upplýsingar um lesna bók og síðan voru laufblöðin hengd upp á tré sem hafði verið  komið fyrir á áberandi staði í skólanum. Hver árgangur var með sinn lit á laufblöðum. Umsjónarkennarar héldu  utan um fjölda lesinna blaðsíðna.

Þær bækur sem nemendur máttu lesa:

      1. bekkur: Hvaða  bækur sem er og einnig voru foreldrar og kennarar hvattir til að lesa fyrir börnin og var sá lestur skráður.

2.– 3. bekkur: Máttu lesa hvaða bækur sem er.

4. – 5. bekkur:  Máttu lesa  bækur  eftir íslenska höfunda. Þegar nemendur hafði lokið bók áttu þeir að finna út hvaðan af landinu viðkomandi höfundur væri og merkja það á landakort sem búið var að hengja upp í stofunni. Tengt námsefni í samfélagsfræði.

6. -7. bekkur: Máttu  lesa bækur eftir norræna höfunda aðra en íslenska. Búið var að merkja þær bækur á skólasafninu til þess að auðvelda nemendum að finna  bækur sem voru í boði. Þegar nemendur höfðu lesið bók og skrifað á laufblað upplýsingar um bókina þá límdu þeir fána viðkomandi höfundar á laufblaðið.

Hér er hægt að nálgast tvær gerðir af laufblöðum.

lestur3

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5