Í grunnskólalögum árið 1974 kemur fyrst fram að skólasafn skuli vera í hverjum skóla og að það skuli búið gögnum og starfsliði þannig að það geti orðið eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu. Einnig kemur fram í sömu lögum að eldri nemendur eigi rétt á kennslu á safni (Lög um grunnskóla, 1974).
Í grunnskólalögunum árið 1991 er gert enn betur þar sem þar kemur fram að í skólum skuli fara fjölbreyttar leiðir við þekkingaröflun og nota til þess tæknimiðla, upplýsingatækni, safna- og heimildavinnu (Lög um grunnskóla, 1991).
Árið 1996 fluttist rekstur skólanna yfir til sveitarfélaganna og af því tilefni voru grunnskólalögin endurskoðuð árið 1995. Í þeim lögum kveður enn á um mikilvægi skólasafnsins í hverjum skóla og að búnaður og starfsfólk eigi að vera til staðar. Þar kemur enn fremur fram að í aðalnámskrá grunnskóla skuli ein af skyldunámsgreinum vera upplýsinga- og tæknimennt (Lög um grunnskóla, 1995).
í grunnskólalögum sem sett voru árið 2008 hverfa skólasöfn úr lögum. Þó segir að í skólum sé skylt að kenna margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með því að nota upplýsingatækni, söfn og heimildavinnu (Lög um grunnskóla, 2008). Breytingar voru gerðar á þessum lögum árið 2011 og ákvæðið um að í hverju skóla skyldi vera skólasafn aftur sett í lög. Þar kemur enn fremur fram að skólasöfnin eigi að vera upplýsingamiðstöðvar bæði fyrir kennara og nemendur og búin þeim gögnum sem tengjast námsgreinum grunnskóla. (Lög um breytingar á lögum um grunnskóla, 2011).
Normal 0 false false false EN-US X-NONE X-NONE Í grunnskólalögum árið 1974 kemur fyrst fram að skólasafn skuli vera í hverjum skóla og að það skuli búið gögnum og starfsliði þannig að það geti orðið eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu. Einnig kemur fram í sömu lögum að eldri nemendur eigi rétt á kennslu á safni (Lög um grunnskóla, 1974). Ekki er annað hægt að sjá en að yfirvöldum hafi þótt skólasöfnin vera mikilvægur þáttur í skólastarfinu og að þau skiptu máli við menntun skólabarna. Í grunnskólalögunum árið 1991 er gert enn betur þar sem þar kemur fram að í skólum skuli fara fjölbreyttar leiðir við þekkingaröflun og nota til þess tæknimiðla, upplýsingatækni, safna- og heimildavinnu (Lög um grunnskóla, 1991). Þarna kveður við nýjan tón og ætla mætti að á því 21 ári sem liðið er síðan þessi lög gengu í garð hafi skólum gefist góður tími til að þróa sína starfshætti eins og þar er sagt fyrir um. Söfnin, upplýsingaleit og tæknimiðlun eiga að vera orðin hluti af námi barna. Árið 1996 fluttist rekstur skólanna yfir til sveitarfélaganna og af því tilefni voru grunnskólalögin endurskoðuð árið 1995. Í þeim lögum kveður enn á um mikilvægi skólasafnsins í hverjum skóla og að búnaður og starfsfólk eigi að vera til staðar. Þar kemur enn fremur fram að í aðalnámskrá grunnskóla skuli ein af skyldunámsgreinum vera upplýsinga- og tæknimennt (Lög um grunnskóla, 1995). Nú skyldi maður ætla að brautin væri greið og ekkert eftir nema að byggja upp stefnu skólanna, útbúa námsefni og festa enn frekar í sessi það brautryðjandastarf sem margir góðir skólasafnskennarar höfðu staðið að um áratuga skeið. En því var ekki að heilsa því í grunnskólalögum sem sett voru árið 2008 þá hverfa skólasöfn úr lögum. Þó segir að í skólum sé skylt að kenna margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með því að nota upplýsingatækni, söfn og heimildavinnu (Lög um grunnskóla, 2008). En hvergi kemur fram að skólasafn þurfi að vera í hverjum skóla. Breytingar voru gerðar á þessum lögum árið 2011 og ákvæðið um að í hverju skóla skyldi vera skólasafn aftur sett í lög. Þar kemur enn fremur fram að skólasöfnin eigi að vera upplýsingamiðstöðvar bæði fyrir kennara og nemendur og búin þeim gögnum sem tengjast námsgreinum grunnskóla. En ákvæði um að á söfnum skuli vera starfsfólk fylgdi ekki þessum breytingum svo að þess sér ekki lengur stað í lögum (Lög um breytingar á lögum um grunnskóla, 2011).