Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Um vefinn

Höfundur: Vignir. Posted in Uncategorised

Vefur þessi er hluti af meistaraverkefni Rósu Harðardóttur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hinn hluti verkefnisins er rannsókn á væntingum og viðhorfum almennra kennara til starfsemi skólasafna og samvinnu við skólasafnskennara. Vefurinn er hugsaður sem verkefna- og hugmyndasafn fyrir skólasafnskennara og er gengið út frá því fjölbreytta starfi sem þeir inna af höndum, bæði því sem lýtur að samvinnu við aðra og því sem viðkemur skipulagi og öðru tengdu safnkosti. Vefurinn getur einnig nýst bekkjarkennurum og íslenskukennurum á unglingastigi þar sem stuðningur við læsi í víðum skilningi var hafður í huga þegar verkefnin voru valin. Þess má geta að Þróunarsjóður skóla-og frístundaráðs hefur styrkt þetta verkefni.

Vefurinn er byggður upp sem vefgátt eða gagnasafn og efni hans flokkað með hliðsjón af reynslu og hugmyndum höfundar en einnig niðurstöðum úr fyrrnefndri rannsókn. Á vefnum er að finna verkefni fyrir alla aldurshópa. Þau snerta fjölbreyttar tegundir læsis ásamt upplýsingatækni og atriðum sem varða skipulagningu. Þarna er að finna þverfagleg verkefni sem geta spannað nokkrar vikur og styttri verkefni, kveikjur og leiki sem henta á safninu. Uppruni efnisins er fjölbreyttur og má þar til dæmis nefna heimatilbúið efni þar sem hugmyndir hafa þróast í einhvern tíma. Sumt efnið er innblásið af erlendum hugmyndum og lagað að íslenskum veruleika. Einnig eru tenglar á tilbúið efni.

Höfundar að verkefnunum eru margir, hér er að finna verkefni sem undirrituð átti í fórum sínum en einnig er safnað á einn stað verkefnum sem voru til víðsvegar á netinu. Leitað var til skólasafnskennara út um allt land eftir verkefnum og öðrum nytsamlegum hlutum.  Flestum skólasafnskennurum á landinu var sendur tölvupóstur og þeir hvattir til þess að taka þátt í þessari uppbyggingu.

Sú sem hér skrifar vonar að vefurinn nýtist sem flestum og vaxi og dafni á næstu árum. Þið eruð hvött til að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að deila verkefnum með öðrum. Ef einhverjar athugasemdir eða frekari hugmyndir kvikna þegar vefurinn er skoðaður þá endilega hafið samband við undirritaða.

Rósa Harðardóttir
Skólasafnskennari í Kelduskóla/Korpurosa hardardottir3-copy

Netföng: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 8919209

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5