Prenta

3 - 2 - 1 lestrarsprettur

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Lestrarátak Ártúnsskóla 2015, fór fram um mánaðarmótin janúar/febrúar. Að þessu sinni var einkenni átaksins 3-2-1 þar sem nemendur svöruðu spurningum úr textanum sem lesinn var:
3 spurningum um atriði sem þau lærðu við lesturinn...
2 spurningum um áhugaverðar staðreyndir...
1 spurningu sem vaknaði við lesturinn....
Markmiðið var að auka lesskilning hjá nemendum og fá þá til að staldra við og velta fyrir sér því sem þau lesa. Var hvatt til lesturs fræðibóka en öll skáldrit einnig með. Lestrarátakið tók einnig mið af Lesskilningshjólinu sem var unnið af hópi fagfólks sem vinnur að bættu læsi grunnskólanemenda. Lesskilningshjólið er kennslutæki sem auðveldar nemendum
að velta fyrir sér lesefni áður en lestur hefst, á meðan þeir lesa og að loknum
lestri með það að markmiði að auka lesskilning.
Í lokin var metin fjöldi blaðsíðna og málefnalegustu svörin á blöðunum úr hverjum bekk, til helminga.

lesskilningshjol

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hægt að nálgast allar upplýsingar:

pdfLestrarmiði

pdfLeiðbeiningar

Lesskilningshjólið

pdfLestrarsprettur leiðbeiningar

pdfViðurkenningarskjal