Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Heimsókn á Akranes

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á Akranesi eru tveir heilstæðir grunnskólar, Brekkubæjarskóli og Grundaskóli og þeim báðum eru góð skólasöfn.
Í Brekkubæjarskóla sem er eldri skólinn á Akranesi eru rúmlega 400 börn en í Grundaskóla eru nemendur rúmlega 600.
Skólasafn Brekkubæjarskóla er notalegt og fá nemendur markvissa kennslu í notkun þess. Hallbera Jóhannesdóttir sér um safnið og hefur gert það í mörg ár. Ásamt því að sjá um daglegan rekstur safnsins og kennslu á safninu þá sér hún upplestrarkeppnina í skólanum, árshátíðina og spurningarkeppni úr barnabókmenntum. Skemmtileg hefð hefur skapast hjá Hallberu en það er að klippa út úr blöðum og tímaritum fréttir og fróðleik þar sem nemendur skólans eru nefndir. Þetta límir hún samvikusamlega í úrklippubók sem geymd er á safninu og á þeim mátti sjá að þær eru mikið skoðaðar.
Á skólasafni Grundaskóla starfar Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur. Bókasafnið er upplýsingamiðstöð skólans. Það er staðsett miðsvæðis þannig að allar leiðir liggja á bókasafnið. Á safninu er lestrar- og vinnuaðstaða fyrir nemendur skólans auk þess sem þeir hafa aðgang að tölvum til verkefnavinnu og upplýsingaleitar. Ingibjörg hefur í samvinnu við Hallberu verið með spurningarkeppni úr barnabókmenntum sem er sérlega skemmtileg hefð.
Eftir að hafa spjallað við þær Hallberu og Ingibjörgu þá varð mér það enn betur ljóst hversu fjölbreytt störf fagfólks á skólasöfnum er. Því er mikilvægt að við tengjumst sterkum böndum til þess að geta miðlað hugmyndum, upplýsingum og öðru efni en ekki síður til þess að staða okkar í grunnskólum á Íslandi verði sterkari.

 

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5