Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Regnbogaritun í Ártúnsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Ártúnsskóli leggur mikla áherslu á ritun og eru mörg mismunandi ritunarverkefni unnin þar. Regnbogaritun er eitt þeirra og fer það fram í skólasafnstímum. Er verkefnið ætlað nemendum í 2. til 5. bekk. Ritunarverkefnið gengur út á að nemendur draga spýtur í sex mismunandi litum og hefur hver litur sitt hlutverk í rituninni. Gulur stendur fyrir aðalpersónu, appelsínugulur aukapersónu, rauður er atburðurinn í sögunni, grænn er sögusvið úti og blár sögusvið inni og að lokum stendur fjólublár fyrir einhvern aukahlut sem fléttast inn í söguna. Nemendur skrifa svo skemmtilega sögu þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín. Hafa nemendur ákaflega gaman af þessari ritun.

pdfRegnbogaritun

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5