Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Heimsókn í Austurbæjarskóla (2)

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Skólasafnið í Austurbæjarskóla er einstaklega vinlegt og þangað er gott að koma. Safnið er staðsett miðsvæðis á 1. hæð miðálmu. Það er 120 fm. að stærð og rúmar um 50 manns í sæti. Skólabókasafnið á rúmlega 23.000 bækur og að auki er safnið áskrifandi að mörgum tímaritum. Á safninu eru líka ýmis önnur gögn s.s. tölvuforrit, margmiðlunardiskar, mynddiskar, kort, veggspjöld, hljóðbækur, spil og töfl.
Allar bekkjardeildir koma vikulega í tíma í ,,upplýsingamennt á bókasafni". Safnkennslan felst m.a. í að nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaleit og heimildavinnu. Yngstu nemendurnir fá sögustundir við sitt hæfi. Meðal viðfangsefna í bókasafnstímum hinna ýmsu árganga er t.d. heimilda- og bókmenntaritgerðasmíði og bókagerð.
Þegar okkur bar að garði þá var lestrarátaki nýlokið en lestrarátök í skólanum hafa verið sérlega metnaðarfullt þar sem margir kennarar taka höndum saman.
Á safninu starfa Inga Lára Birgisdóttir bókasafnsfræðingur og kennari og Piret Laas kennari.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5