Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Að lesa fyrir nemendur

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Öll getum við verið sammála um það að nauðsynlegt er að lesa fyrir börn bæði heima og í skólanum. Sögurstundir í skólum eru oft tengdar nestistímum en mörgum finnst sú stund ekki heppileg en þá er um að gera að velja anna tíma. Hægt er að byrja eða enda skóladaginn á upplestri eða lesa þegar nemendur hafa klárað nestið.
Vanda þarf valið á bókum svo þær séu heppilegar fyrir hópinn sem hlustar og margar leiðir eru kennurum færar. Þeir geta verið búnir að lesa bækurnar áður, fengið ábendingar frá samkennurum eða fagfólki á skólasöfnum svo fátt eitt sé nefnt. Margar bækur henta vel til þess að vinna frekar með og gaman er að dvelja við texta þeirra og efni eins og tilefni er til. Hér á síðunni eru nokkrar ábendingar og verkefni sem henta með skáldsögum og vonandi fjölgar þeim. Skemmtilegt er að setja bókatitla sem lesnir hafa verið á áberandi stað í kennslurýminu þannig að titill, kápa og höfundur festist betur í minni nemenda en það getur hjálpað þeim ef þeir hafa áhuga á því að kynna sér fleiri verk eftir sama höfund. Á myndunum hér fyrir neðan má einmitt sjá þetta útfært á einfaldan en skemmtilegan hátt.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5