Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Geðvonda maríuhænan á skólasafninu

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Ein af mínum uppáhalds bókum er Geðvonda maríuhænan eða The Grouchy Ladybug eftir Eric Carle. Því miður hefur þessi bók ekki verið þýdd yfir á íslensku en nokkrir skólar eiga hana á ensku. Sagan fjallar um geðvonda maríuhænu sem skorar á aðra maríuhænu í slag vegna fæðu en ákveður síðan að hún sé ekki nógu stór til þess að slást við. Þá ákveður geðvonda maríuhænan að ferðast um heiminn og skora á stærri dýr í slag. Sagan gerist á einum degi og á hverjum klukkutíma hittir hún nýtt og stærra dýr. Að lokum hittir hún bláan hval sem með sporðinum sínum þeytir henni aftur á byrjunarreit. Við það ákveður maríuhænan að vera vingjarnleg og deila mat með öðrum. Sagan er tilvalin til þess að nota þegar verið er að kenna nemendum um tímann, um skordýr eða um lífsleikni.
Ég les söguna fyrir nemendur í 1. bekk í í framhaldi af því vinnum við stutt verkefni. Ég tek myndir af nemendum þar sem þeir reyna að vera geðvond á svipinn og síðan er gerð klippimynd en í stað þess að klippa út haus á maríuhænuna klippa nemendur út sín andlit og líma á myndina sína. (sjá myndir). Á netinu eru að finna margar skemmtilegar hugmyndir sem hægt er að nota með þessari bók í kennslu. Hér er einn tengill af mjög mörgum: http://www.homeschoolshare.com/grouchy_ladybug.php

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5