Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Aðstoð á skólasafni

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Oft getur verið mikið að gera á skólasöfnum og erfitt reynist að komast yfir að ganga frá og halda öllu í horfinu. Ef fáliðað er í starfsmannhópnum og mikil notkun á safni getur verið gott að fá aðstoð við frágang og tiltekt. Þá er gott að virkja nemendur en um leið læra þeir á safnið og ganga betur um. Hægt er að úthluta hverri bekkjardeild ákveðnu tímabili á skólaárinu eða útnefna ákveðna nemendur. Þar sem ekki eru margir nemendur í Korpu þá höfum við valið að hafa bekkjardeild en þá fá nemendur í 4. – 7. bekk einn mánuð á skólaárinu sem þeir eru aðstoðarmenn á safni. Þarna þarf að vinna með umsjónarkennurum og finna tíma sem hentar. Kennarinn sendir þá einn til fjóra nemendur í senn á safnið og þeir eiga að sinna ákveðnum verkefnum eins og raða í hillur, ganga frá bókum sem eru á borðum og þeir sem eldri eru geta aðstoða við útlán og skil. Nemendur fá passa sem þeir eru með um hálsinn til auðkenningar. Auðvitað þarf að verkstýra nemendum en eftir nokkur skipti eru þau orðin nokkuð fær um að gera ganga í verkin. Sumt gengur vel upp en annað ekki. Markmiðið með þessu er að auka ábyrgð þeirra hvað varðar umgengi og meðhöndlun gagna en ekki síður að kenna þeim betur á safnið þannig að auðveldara verður fyrir þau að finna þau gögn sem þau þurfa í leik og starfi. Þessa skemmtilegu hugmynd fékk ég fyrir nokkrum árum eftir heimsókn á skólasafnið í Ártúnsskóla þegar Birgitta Thorsteinsson réð þar ríkjum.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5