Prenta

Stærðfræði í barnabókum

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á degi stærðfræðinnar er ekki úr vegi að vekja athygli á því að barnabókmenntir henta oft vel til þess að auka skilning barna á báðum námsgreinum og um leið nýta nemendur reynslu sína og veruleika bókanna og ýtir það undir stærðfræðilegar vangaveltur.
Í nýjasta tölublaði samtaka stærðfræðikennara Flatarmál er sagt frá verkefni sem unnið var í 5. bekk í Kelduskóla- Korpu síðastliðinn vetur. En umsjónarkennarinn Þuríður Ágústsdóttir nýtti þá stærðfræðiheftið Töfrar sem gefið er út af Námsgagnastofnun sem uppsprettu í stærðfræði.  Í þessu hefti tengjast verkefnin bókinni Abrakadabra eftir Kristínu Steinsdóttur.  Samhliða því að bókin var lesin voru umræður og verkefni voru unnin. Hér er hægt að nálgast greinina.
Vert er að benda á að árið 2002 gaf Flötur út hugmyndaheftir Stærðfræði og bókmenntir en í því eru margar skemmtilegar hugmyndir fyrir alla aldurshópa.