Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Stjörnulestur í Ártúnsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Löng hefð er fyrir því að bókasafn Ártúnsskóla standi fyrir lestrarátaki í skólanum, í formi lestrarspretts. Í ár stóð átakið yfir í hálfan mánuð og fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar. Yfirheiti átaksins í ár var „Stjörnulestur nemenda"  enda var stjarna einkenni átaksins í ár.

Bókaval var frjálst hjá yngstu og elstu nemendunum, en tekið fram að bókaval ætti að hæfa getu og aldri. Norrænum höfundum, þar með talið íslenskum, var haldið að 3., 4. og 5. bekk.

Samkvæmt nýrri aðalnámskrá eru sex grunnþættir lagðir til grundvallar öllu skólastarfi. Tveir þessara grunnþátta eru læsi og sköpun og eru þeir samþættir í lestrarsprettinum, með því að láta listsköpun auka vægi átaksins um leið og það verður sýnilegra og skemmtilegra.

Söfnuðu nemendur stjörnu með hverri lesinni bók. Auk þess voru stjörnurnar notaðar í sameiginlegt listrænt verk hvers bekkjar fyrir sig. Loka verkin voru mjög fjölbreytt og fengu nöfn eins og: Lestrarstjörnur englanna, Þið eruð stjörnur, Himingeimurinn (samþætting með samfélagsfræði í tveimur árgöngum), Með stjörnur í augunum og Uppáhaldsstjörnubókin mín.

Kepptu svo yngri og eldri bekkir um flestar lesnar blaðsíður og fengu viðurkenningu og bikar til varðveislu í eitt ár. Fengu nokkrir bekkir viðurkenningarskjal fyrir listræna útfærslu. Auk þess fengu allir bekkir skólans viðurkenningu fyrir þátttöku í lestrarsprettinum.

Skólasafnið stóð einnig fyrir sameiginlegri kennslustund á tímabilinu, þar sem yndislestur fór fram víðs vegar um skólann. Lestraráhugi var mikill hjá nemendum, sem létu enga stund fram hjá sér fara við að grípa í bók.

Með stjörnukveðju úr Ártúnsskóla

Guðrún Þ.

Hér eru sýnishorn af viðurkenningarskjölum sem nemendur fengu.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5