Prenta

Næturlestur

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Til að glæða áhuga nemenda enn frekar á lestri hefur skapast sú hefð  í Kelduskóla/Korpu að nemendur í 7.bekk gista eina nótt á skólasafninu og lesa. Þessa hugmynd fengum við upphaflega frá Ingibjörgu Baldursdóttur sem var bóksafnsfræðingur í Flataskóla í Garðabæ. Skipulagið er þannig að nemendur mæta um klukkan 20 og koma sér fyrir á skólasfninu. Þegar allir hafa komið sér fyrir þá hefst lesturinn. Misjafns er hvaða bók er lesin  en oftar en ekki hefur bókin Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím Þráinsson verið bók næturinnar en hún er heldur betur draugleg og gott ef Axlar-Björn hafi ekki verið í draumum nemenda þessa nótt. Þá er haldin kynning á bókinni og Þorgrímur mætir í heimsókn ef hann hefur tök á því. Hann segir  nemendum frá tilurð bókarinnar og nemendur koma með spurningar. Ljósin voru slökkt klukkan 12 en nemendur mega vaka eins lengi og þeir vilja við lestur og þá er gott að hafa vasaljós meðferðis. Margir ná að klára bókina en þeir sem ná því ekki taka hana með sér heim. Morgunverður er svo snæddur um klukkan átta og að því loknu þá hefst næsti skóladagur.