Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Geimverur vilja vera í brókum

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Það er gaman þegar maður dettur niður á skemmtilegar bækur til að lesa fyrir nemendur í yngstu bekkjunum. Á skólasafninu í Korpu eru sögustundir fyrir 1. bekk og þá er gjarnan lesin saga og mynd teiknuð eða önnur námshandavinna. Bókin Geimverurnar vilja vera í brókum eftir Claire Freedman og Ben Cort er einmitt svoleiðis bók. Byrjað var á sögustund og þar sem sagan var lesin og spjallað um leið. Þá fengu nemendur að spila samstæðuspil sem kennarinn var búinn að útbúa en það er hægt að finna það hér. Í næsta tíma áttu nemendur að teikna og lita nærbuxur sem hengdar voru á snúru á safninu. Þetta fannst þeim skemmtilegt verkefni og sagan fyndin. Einhverjir hafa síðan unnið með þessa sögu í byjendalæsi.

Hér eru síðan tveir tenglar með fullt af skemmtilegum hugmyndum.

http://www.aliensloveunderpants.com/

http://www.teachingideas.co.uk/library/books/aliensloveunderpants.htm

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5