Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Innlit í tvö skólasöfn

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á haustdögum hafði fékk ég tækifæri til að heimsækja tvo skóla utan höfuðborgarinnar og lagði áherslu á að koma á skólasöfnin. Þetta voru Grunnskólinn í Borgarnesi og Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit.


Grunnskóli Borgarness er meira en 100 ára gamall skóla og stendur á fallegum stað í gamla bænum. Við skólann stunda um 300 nemendur nám í 1. til 10. bekk. Í skólanum er skólasafn sem opið er á starfstíma skólans. Um það sér Björg Kristófersdóttir kennari. Hún aðstoðar nemendur við val á bókum og er kennurum innan handar þegar þeir þurfa bækur í ritgerðarvinnu eða aðrar verkefnavinnu. En ekki er um skólasafnskennslu að ræða.


Heiðarskóli er lítill skóli með aðeins um 80 nemendur. Húsnæðið er nýtt og glæsilegt og rúmar fleiri nemendur heldur en eru þar núna. Skólasafnið er í fallegu húsnæði og í því eru stórir gluggar sem vísa út að fjöllunum. Þar er flottur legusófi og get ég ímyndað mér að þar sé gott að liggja, lesa góða bók og láta sig dreyma. Á safninu starfar Jónella Sigurjónsdóttir kennari og sér hún um að halda öllu í horfinu. Nemendur í 1. -3. bekk fá bókasafnsfræðslu en nemendur í 4. -7. bekk fá tíma á safni en án kennara.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5