Prenta

Sögupersónur í bréfpoka

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Átti erindi í Háaleitisskóla - Hvassó nú á dögunum og rakst á óvænt inn í kennslustofu hjá Iðunni Pálu Guðjónsdóttir umsjónarkennara í 3. bekk. Það sem vakti athygli mína var skemmtilegt verkefni unnið úr barnabókum. Nemendur völdu sér sína uppáhalds sögupersónu úr bók sem þeir höfðu lesið eða heyrt. Þeir teiknuðu mynd af henni og klipptu út, skrifuðu um söguna og veltu fyrir sér hvað þeim líkaði við sögupersónuna og hvað ekki. Ofan í pokanum var heftur bandspotti með nokkrum hlutum úr sögunni. En myndir segja meira en mörg orð. 

Hér er einnig hægt að sjá vefsíðu með samskonar verkefni.