Prenta

Lestrarsprettur í Hlíðaskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í haust fóru nemendur í Hlíðaskóla í Reykjavík í lestrarátak og var það vel heppnað. Í upphafi var ákveðið hvaða bækur skyldu lesnar og var valið jafnt eftir bókaeign safnsins og  á þeim bókum sem við teljum börnin eiga að þekkja.
Nemendur í 1. bekk merktu við bækur sem lesnar voru fyrir þau heima.


Í 2. bekk voru tekin fyrir ævintýri og Disneybækur.


3. bekkur kynnist sögum Astrid Lindgren og H.C. Andersen.


4. og 5. bekkur lásu bækur eftir íslenska höfunda eins og Sigrúnu Eldjárn, Guðrúnu Helgadóttur, bækurnar um Benedikt búálf, Fíu Sól og fleiri.


6. bekkur las bækur eftir norræna höfunda og þar var um auðugan garð að gresja.


7. bekkur las annars vegar bækur eftir Astrid Lindgren og hins vegar Narníu- og Spiderwickbækurnar.


Nemendur merktu við lesnar bækur á laufblöð. Laufblöðin voru mismunandi á litinn eftir bekk og árgangi. Þau voru hengd á tré sem við fengum í skólaskóginum okkar í Öskjuhlíð.
Lestarspretturinn var mjög vel heppnaður og formið ýtti undir það.
Eins og áður kynntust þau nýjum höfundum sem leiða þau á nýjar slóðir.
Kennarar eiga hrós skilið fyrir að gefa lestarsprettinum tíma og áhuga.
Tréð hefur sómt sér vel hér á bókasafninu og er góður vitnisburður um lestur barnanna. Við stefnum á annan lestarsprett með vorinu.
Kveðja
Hrafnhildur og Unnur

lesturbestur
lestrartre