Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Valpinnar

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í skólasafnskennslu Ártúnsskóla eru notuð ýmis aukaverkefni í 1. til 4. bekk. Eru verkefnin bæði tengd lestri og ritun. Nemendur fá að velja sér verkefni og geta unnið mörg í hverjum hluta í frjálsu vali. Lestrarverkefnið heitir „Lestu fyrir þig", þar velja nemendur létta lestrarbók og skrifa stutta frásögn úr henni. Ritunarverkefnin eru þrjú; „Ég get skrifað bréf", „Ég get samið ljóð" og „Ég er rithöfundur". Í því síðasta velja nemendur mynd og skrifa sögu út frá henni. Eru þetta vinsæl verkefni og það vinsælasta er að skrifa bréf.

Print

Aukaverkefni í lestri og ritun

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í skólasafnskennslu Ártúnsskóla eru notuð ýmis aukaverkefni í 1. til 4. bekk. Eru verkefnin bæði tengd lestri og ritun. Nemendur fá að velja sér verkefni og geta unnið mörg í hverjum hluta í frjálsu vali. Lestrarverkefnið heitir „Lestu fyrir þig", þar velja nemendur létta lestrarbók og skrifa stutta frásögn úr henni. Ritunarverkefnin eru þrjú; „Ég get skrifað bréf", „Ég get samið ljóð" og „Ég er rithöfundur". Í því síðasta velja nemendur mynd og skrifa sögu út frá henni. Eru þetta vinsæl verkefni og það vinsælasta er að skrifa bréf.

pdfLestu fyrir þig 

Print

Regnbogaritun í Ártúnsskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Ártúnsskóli leggur mikla áherslu á ritun og eru mörg mismunandi ritunarverkefni unnin þar. Regnbogaritun er eitt þeirra og fer það fram í skólasafnstímum. Er verkefnið ætlað nemendum í 2. til 5. bekk. Ritunarverkefnið gengur út á að nemendur draga spýtur í sex mismunandi litum og hefur hver litur sitt hlutverk í rituninni. Gulur stendur fyrir aðalpersónu, appelsínugulur aukapersónu, rauður er atburðurinn í sögunni, grænn er sögusvið úti og blár sögusvið inni og að lokum stendur fjólublár fyrir einhvern aukahlut sem fléttast inn í söguna. Nemendur skrifa svo skemmtilega sögu þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín. Hafa nemendur ákaflega gaman af þessari ritun.

pdfRegnbogaritun

Print

Heimsókn í Háteigsskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Háteigsskóli er heildstæður grunnskóla í Reykjavík með  430 nemendum. Áður hét skólinn Æfingadeild Kennaraháskólans. Safnið er hlýlegt og rúmgott og staðsett á miðhæð í B-álmu. Nemendur hafa aðgang að tölvum en auk þess er innangengt af safninu í tölvuver skólans. Á safninu starfar Heiða Rúnarsdóttir og er þetta hennar fyrsta starfsár við skólann. Hún sér um safnkostinn, sinnir útlánum og kennir nemendum á safnið ásamt því að vinna með kennurum í ákveðnum verkefnum. Heiða er einstaklega dugleg að prófa sig áfram með ný verkefni og miðla til okkar sem vinnum á sama vettvangi.

Print

Heimsókn á Akranes

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á Akranesi eru tveir heilstæðir grunnskólar, Brekkubæjarskóli og Grundaskóli og þeim báðum eru góð skólasöfn.
Í Brekkubæjarskóla sem er eldri skólinn á Akranesi eru rúmlega 400 börn en í Grundaskóla eru nemendur rúmlega 600.
Skólasafn Brekkubæjarskóla er notalegt og fá nemendur markvissa kennslu í notkun þess. Hallbera Jóhannesdóttir sér um safnið og hefur gert það í mörg ár. Ásamt því að sjá um daglegan rekstur safnsins og kennslu á safninu þá sér hún upplestrarkeppnina í skólanum, árshátíðina og spurningarkeppni úr barnabókmenntum. Skemmtileg hefð hefur skapast hjá Hallberu en það er að klippa út úr blöðum og tímaritum fréttir og fróðleik þar sem nemendur skólans eru nefndir. Þetta límir hún samvikusamlega í úrklippubók sem geymd er á safninu og á þeim mátti sjá að þær eru mikið skoðaðar.
Á skólasafni Grundaskóla starfar Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur. Bókasafnið er upplýsingamiðstöð skólans. Það er staðsett miðsvæðis þannig að allar leiðir liggja á bókasafnið. Á safninu er lestrar- og vinnuaðstaða fyrir nemendur skólans auk þess sem þeir hafa aðgang að tölvum til verkefnavinnu og upplýsingaleitar. Ingibjörg hefur í samvinnu við Hallberu verið með spurningarkeppni úr barnabókmenntum sem er sérlega skemmtileg hefð.
Eftir að hafa spjallað við þær Hallberu og Ingibjörgu þá varð mér það enn betur ljóst hversu fjölbreytt störf fagfólks á skólasöfnum er. Því er mikilvægt að við tengjumst sterkum böndum til þess að geta miðlað hugmyndum, upplýsingum og öðru efni en ekki síður til þess að staða okkar í grunnskólum á Íslandi verði sterkari.

 

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5