Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Heimsókn til Spánar

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á ferð minni um Spán nú í byrjun sumars heimsótti ég grunnskóla í borginni Murcia. Skóli þessi MAESTRO JOAQUIN CANTERO  er fimm ára gamall og byggður í nýju úthverfi. Í skólanum eru nemendur frá 6 til 12 ára og einnig er þarna að finna leikskóladeild. Kennari við skólann JUAN ANTONIO MOLINA GALVEZ tók á móti mér en við höfum verið í samstarfi í vetur vegna umsóknar um samstarfsverki í ERASMUS+2 ásamt fleiri skólum í Evrópu. Juan sér um skólasafnið i skólanum og hafði ég mikinn áhuga á að sjá það. Það kom mér á óvart því það var mjög lítið og átti að þjóna 350 nemendum. Húsnæðið var um 15 fermetrar og ekki mikið af bókum rúmast í svo litlu plássi. Juan tjáði mér að bækur safnsins væru mikið í kennslustofum og væri það hans hlutverk að skipta þeim á milli bekkja. Útlánakerfið var svipað og hjá okkur, allt skráð niður í tölvu og gögn með strikamerki. Juan aðstoðaði kennara og nemendur í ýmiskonar heimildavinnu en eins og gefur að skilja þá rúmast ekki margir nemendur á safninu heldur fer hann í bekkjarstofur. Þau glíma við svipað vandamál og við í sambandi við innkaup, í fyrra fékk hann að kaupa bækur og gögn fyrir dágóða upphæð en næsta vetur fær hann ekkert að kaupa, þá verður peningurinn settur í önnur gögn. Skólinn er nýlegur, var stofnaður árið 2009 og koma því á óvart hversu gamaldags hann er og ekki gert ráð fyrir stærra safni eða upplýsingaveri. Þetta var virkilega skemmtileg heimsókn og vel tekið á móti mér. Vonandi fáum við að vinna meira saman.
Rósa Harðardóttir

Print

Aðalfundur og ný stjórn

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Aðalfundur Félag fagfólks á skólasöfnum var haldin 31. mars í Álfhólsskóla í Kópavogi. Sérstakur gestur fundarins var Andri Snær Magnason og ræddi hann um lestur og ritstörf. Andri Snær velti upp mörgum skemmitlegum spurningum sem  gaman var að hugsa um. Eftir hans erindi var farið í venjuleg aðalfundar störf og hér er hægt að nálgastpdf fundargerðina

Á fundinum var kostin ný stjórn og á fyrsta fundi nýrrar stjórnar þann 5. maí skiptu stjórnarmenn með sér verkum. Ný stjórn er þannig skipuð:

 

Rósa Harðardóttir Kelduskóla Korpu formaður (KÍ)

Ragnhildur S. Birgisdóttir Fossvogsskóla varaformaður (KÍ)

Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir Grunnskóli Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum (SBU)

Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir Norðlingaskóla ritari (KÍ)

Guðrún Þórðardóttir Ártúnsskóla meðstjórnandi (KÍ)

Björn Karlsson Smáraskóla meðstjórnandi (KÍ)

Ásdís Helga Árnadóttir Víðistaðaskóla Engidal (SBU)

 

Print

Frá skólasafni Ártúnsskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á skólasafni Ártúnsskóla er unnið út frá nýrri aðalnámsskrá og er lögð áhersla á að nemendur nýti sér þá tækni sem til er, öðlist hæfni í að afla upplýsinga af netmiðlum, nái tökum á úrvinnslu gagnanna og miðlun þeirra. Einnig er lögð áhersla á sköpun og að nemendur tileinki sér gott vinnulag, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í að vinna með öðrum.
Síðustu vikur hefur 6. bekkur unnið að verkefninu „Ártúnsholt-hverfið mitt" þar sem gengið er út frá nærumhverfi nemenda og unnið í lausnarleitarnámi (Problem-Based Learning). Nemendur ákveða sjálfir hvað þeir vilja kynna sér úr nærumhverfinu og þurfa að ná samkomulagi um það í hópnum, sem telur 4. Unnið er út frá spurningunni „Hvað vil ég vita um hverfið mitt".
Í upphafi athugar hópurinn hvaða upplýsingar þarf að afla og skilgreina vinnu sína með yfirlitsblaði. Skoða svo hvar væri hægt að finna svörin, á neti, í bókum og blöðum eða viðtölum við einstaklinga sem þekkja til. Nemendur sjá sjálfstætt um upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu efnis.
Lokaskil eru veggspjaldi og munnlegur flutningur fyrir bekkjarfélaga, sem framkvæma jafningjamat í lokin. 

Print

Sumarlestur - spurningarkeppni

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í grunnskólunum á Akranesi var síðastliðið vor ákveðið að efna til spurningakeppni úr bókum í 4. - 7.bekk . Markmiðið er að hvetja nemendur til þess að lesa, ekki síst yfir sumartímann. Gefinn var út listi yfir bækur sem spurt yrði úr og fengu nemendur hann með sér heim í skólalok. Þá hékk listinn einnig uppi á Bókasafni Akraness. Þegar nemendur mættu í skólann um haustið héldu þeir áfram að lesa bækur af listanum. Samvinna var á milli starfsmanna skólasafna Grundaskóla og Brekkubæjarskóla í að búa til spurningar.

Form keppninnar byggir að mestu leiti á sömu þáttum og voru í Útsvari Rúv. Það eru hraðaspurningar, bjölluspurningar, vísbendingaspurningar, leikur og liður sem kallaður er allir saman. Þar mega liðin velja sér ákveðna bók til þess að svara spurningum úr. Í bjölluspurningunum, vísbendingaspurningunum og liðnum Allir saman má biðja bekkinn að hjálpa til. Þetta heppnaðist mjög  og allir  ákveðnir í að halda þessu áfram - gera þetta að árlegum viðburði. Komið hefur upp sú hugmynd að úrslitakeppnin fari fram á degi íslenskrar tungu en það á eftir að koma í ljós hvað verður. 

Hugmyndin af þessu verkefni koma frá Siggerði Ólöfu í Álfhólsskóla í Kópavogi en hún hefur staðið fyrir spurningarkeppni þar á bæ í nokkur ár. Keppnin hjá þeim er tvískipt,  fjórðu- og fimmtu bekkir  keppa í yngri hópnum en sjöttu- og sjöundu bekkir í þeim eldri. Sama keppnisfyrirkomulag er í báðum aldurshópum en með tvískiptingunni gefst kostur á að velja valbókalistann sem best í takti við aldur og getu nemenda.Keppnin heitir Lesum meira en fyrirmynd keppninnar sókt til Grindavíkur. Keppnin hefst í raun strax að hausti en lýkur um miðjan nóvember og er liður í læsisátaki Álfhólsskóla.

Í meðfylgjandi gögnum er hægt að lesa sér til um markmið, uppbyggingu og einnig eru dæmi um spurningar. Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá þeim Siggerði og Hallberu til að birta þetta með von um að áhugi vakni hjá fleirum að setja upp svona verkefni. 

pdfFyrirkomulag - Akranesi

pdfDæmi um spurningar - Akranes

pdfAuglýsing frá Akranesi

pdfEfni frá Áflhólsskóla

 

Print

Lestrarátak í Korpu

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í apríl var haldið lestrarátak í Kelduskóla Korpu. Eins og venjulega er markmiðið að nemendur lesa meira en gengur og gerist og auki um leið lestrarhraða og skilning. Að þessu sinni útfærði hver námshópur hvernig fyrirkomulagið ætti að vera þótt allir væru á sama tíma í átaki. Nemendur í 2. - 3. bekk fóru í sjónræningjaátak en áður hefur verið fjallað um svipað þema frá Norðlingaskóla og frá Kópavogsskóla hér á þessari síðu. Nemendur voru mjög áhugasamir og þetta var svo sannarlega þema sem hitti í mark. Í 4. og 5. bekk áttu nemendur að lesa bækur eftir íslenska höfunda og Astrid Lindgren sem tengdist því að nýlega höfðu allir lesið Ronju og flutt söngleikinn um hana. Eftir hverja bók áttu hver og einn að útbúa könguló og hengja á flottan vef sem búið var að hengja upp á vegg. Í 6. bekk lásu nemendur eingöngu bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur en í 7. bekk eftir Þorgrím Þráinsson. Eftir hverja bók gerðu nemendur stjörnur og límdu upp á vegg við mynd að viðkomandi höfundi. Eftir lestrarátakið þá tóku kennarar saman upplifun þeirra af þessu og  er skemmst frá því að segja  að yngstu nemendurnir voru mjög áhugasamir en hinir minna. Okkar reynsla er sú að þegar átakið er svipað hjá öllum og "söfnun" eins og í laufblaðaátakinu "Á grænni grein" hér um árið fer fram á sameigninlegu svæði allra nemenda þá eru þeir áhugasamari.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5