Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Comenius í upplýsingaveri Breiðholtsskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Breiðholtsskóli tekur þátt í Comeniusarverkefni sem tengist skólasafni eða upplýsingaveri ásamt skólum frá Tékklandi, Portúgal og Danmörku. Kennarar sem standa að verkefninu höfðu tekið þátt í ráðstefnunni SLAMIT á Írlandi og þar vaknaði hugmyndin að sameiginlegu verkefni. Verkefnið heitir: School libraries: open doors to intercultural competences. Verkefnið er töluvert viðamikið og felst í ákveðnum verkefnum sem unnin eru á sama tíma í löndunum fjórum og hins vegar í nemendasamskiptum þar sem krakkarnir vinna saman en nemendur eru á aldrinum 13-15 ára og samskiptamálið er enska.
Á þessu skólaári hefur verið unnið með jólasiði í löndunum og í febrúar var fjallað um vináttu og samskipti í fjölmenningarlegu samfélagi. Unnið var út frá myndinni Bend it like Beckham. Í apríl síðastliðnum kom svo 16 manna hópur nemenda og kennara til Íslands. Í eina viku var unnið að stuttmynd um vináttu, nokkrir nemendur kynntu uppáhaldsbókina sína (book of my life), farið í hvalaskoðun og ferðir. Nemendur bjuggu á heimilum okkar krakka og það var mjög gaman að fylgjast með hversu ábyrgðarfullir gestgjafarnir voru gagnvart erlendu krökkunum og að fylgjast með samskiptum sem öll fóru fram á ensku. Næsta heimsókn er fyrirhuguð nú í lok september en þá fara nokkrir nemendur héðan til Tékklands og verða með fjölbreytta kynningu á Íslandi. Í lok apríl 2015 verður síðasta ferðin og þá til Danmerkur.

Fríða Haraldsdóttir upplýsingaveri Breiðholtsskóla

 

IMG 3791
vinna stuttmynd
Print

Blái hnötturinn í Háaleitisskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Dagana 9. og 10. apríl voru þemadagar í Háaleitisskóla. Skáldsagan Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason var viðfangsefnið í 1.- 7. bekk. Á þemadögunum var nemendum skipt í hópa og unnið á stöðvum. Viðfangsefni stöðvanna eru margvísleg. Tveir kennarar úr Kelduskóla Korpu fengu að koma í heimsókn og kynna sér þemavinnuna og var gaman að sjá gleðina sem skein úr andlitum barnanna sem öll höfu heyrt söguna um Bláa hnöttinn áður en hafist var handa við verkefnin. Auðvelt er að tengja þessa vinnu við flestar námskgreinar og ekki síður við grunnþætti menntunnar með sjálfbærni þar fremsta í flokki. Við þökkum kærlega fyrir að fá að koma í heimsókn og fá að skoða þessa skemmtilegu vinnu.

Print

Fagfundur Félags fagfólks á skólasöfnum Samantekt

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Fagfundur Félags fagfólks á skólasöfnum var haldinn í Álfhólsskóla Kópavogi þann 26. febrúar sl. Almenn ánægja var með efni fundarins og þau erindi sem flutt voru. En þar sem bæði margir áttu ekki kost á að koma og öðrum þykir gott að rifja upp það sem rætt var, var ákveðið að taka saman smá samantekt á erindunum. Erindin voru sjö og nýttu flestir vel sinn ræðutíma það skapaðist því fulllítill tími til umræðna eða almenns spjalls. Enn fremur verður væntanlega séð til þess að kaffi og meðlæti verði á næsta fagfundi en formaðurinn var örlítið sunnan við sjálfan sig þar sem hún var með hugann meira við fjölskylduna þennan daginn en starfið sökum dauðsfalls um morguninn. Það verður því vonandi afsakað að þið sem komuð fóruð kaffilaus heim.

Print

Heimsókn í Seljaskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Fagfólk á skólasöfnum í Reykjavík hittist einu sinni í mánuði að jafnaði og ber saman bækur sínar. Í dag mánudaginn 17. mars hittumst við á skólasafni Seljaskóla. Seljaskóli er heildstæður grunnskóli í efra Breiðholti og í honum eru um 600 nemendur. Um skólasafnið sér Dröfn Vilhjálmsdóttir upplýsingafræðingur og sagði hún okkur upp og ofan af skemmtilegi starfi á safninu. Hún leggur mikla áherslu á að hafa safnið opið sem mest á skólatíma og að nemendur finni að þeir séu ávallt velkomnir. Starfið á safninu er fjölbreytt en Dröfn hefur undanfarið kennt nemendum á undraheima leitarvéla ásamt því að styðja við lestur með fjölbreyttum leiðum. Nemendur í 1. til 5. bekk hafa fasta tíma á safni en aðrir nemendur koma á safnið í tengslum við verkefnavinnu og lestur. Dröfn sagði okkur frá skemmtilegu þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi við foreldra og kallast lestrarskjóður en þá geta nemendur fengið skjóður með sér heim með bókum og fylgihlutum. Verkefnið er rétt að fara af stað og gaman verður að heyra meira um það þegar það er farið að rúlla. Þess má geta að skólasafnið er með Facebooksíðu sem gaman er að fylgjast með.

Print

Fagfundur

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Ágæta skólasafnsfólk

Hér með minnum við á fagfund félags fagfólks á skólasöfnum, miðvikudaginn 26.febrúar. Hann verður haldinn í Álfhólsskóla (Hjalla) Álfhólsvegi 120 Kópavogi kl. 14:00 – 16:00.
Dagskrá fundar er á þessa leið:

· Farið yfir helstu niðurstöður úr könnun sem félagið vinnur um stöðu og starfsemi skólasafnanna m.a. með tilliti til fagmenntunar á skólasafni, aðgengi nemenda að skólasafni og hvernig skólasöfnin er búin gögnum og búnaði. (Kynnt af Siggerði Ólöfu fyrir FFÁS)


· Hvað er upplýsingaver, og hvernig starfar það? (Kynnt af Fríðu og Margréti í Breiðholtsskóla)


· Lestrarhvatning og ýmsar leiðir til að gera lestur skemmtilegri. (Kynnt af Vigni Ljósálfi í Lauganesskóla)


· Fjölbreyttar leiðir, gögn á ýmsu formi til að styðja og hvetja nemendur, leiðir til að þjóna sem flestum nemendum og ýmsar leiðir til að styðja við lestur. (Kynnt af Jökli sem kemur fyrir hönd Skólavefsins h.f).


· Skólasafnamiðstöð og gagnakaup skólasafnanna. (Kynnt af Margréti frá Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur).


· Gagn og gaman – þrjár leiðir sem virka


Hvernig hægt er að auðvelda bókaval fyrir nemendur.
Litlir rithöfundar á bókasafni.
Rafbók á pöddu. (Kynnt af Ragnhildi S. Birgisdóttur í Fossvogsskóla)


· Skólasafnavefurinn. (Kynnt af Rósu í Kelduskóla - Korpu).


· Fundarlok um kl. 16

 Gerðubergsdagurinn verður núna haldinn 15. mars og er dagskráin nefnd: Eldar kvikna

Ef þið hafið málefni sem þið viljið að félagið taki upp eða ræði eða fyrirspurnir skulið þið endilega koma þeim til okkar.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5