Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Heimsókn í Háaleitisskóla Álftamýri

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Starfsfólk á skólasöfnum í Reykjavík hittist í hverjum mánuði á svokölluðum "bókvalsfundum" sem Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur heldur utan um. Of hittumst við á skólasafni Háaleitisskóla Hvassó þar sem Skólasafnamiðstöðin er þar til húsa en einnig fáum við oft heimboð í aðra skóla, höldum fundina þar og fáum kynningu á starfinu. Mánudaginn 17. febrúar var fundurinn haldin í Háaleitisskóla Álftamýri sem áður hét Álftamýrarskóli en var sameinaður Hvassaleitiskóla. Á skólasafninu starfar Arnþrúður Einarsdóttir en hún sér  um skólasöfnin á báðum starfsstöðvum. Er tvo daga í Hvassó og þrjá í Alftamýri. 

Safnið í Álftamýri er í skemmtilegu og björtu húsnæði í nýrri viðbyggingu í miðjum skólanum.Tölvuver skólans er inn af safninu. 

Print

Lestrarsprettur í Hlíðaskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í haust fóru nemendur í Hlíðaskóla í Reykjavík í lestrarátak og var það vel heppnað. Í upphafi var ákveðið hvaða bækur skyldu lesnar og var valið jafnt eftir bókaeign safnsins og  á þeim bókum sem við teljum börnin eiga að þekkja.
Nemendur í 1. bekk merktu við bækur sem lesnar voru fyrir þau heima.


Í 2. bekk voru tekin fyrir ævintýri og Disneybækur.


3. bekkur kynnist sögum Astrid Lindgren og H.C. Andersen.


4. og 5. bekkur lásu bækur eftir íslenska höfunda eins og Sigrúnu Eldjárn, Guðrúnu Helgadóttur, bækurnar um Benedikt búálf, Fíu Sól og fleiri.


6. bekkur las bækur eftir norræna höfunda og þar var um auðugan garð að gresja.


7. bekkur las annars vegar bækur eftir Astrid Lindgren og hins vegar Narníu- og Spiderwickbækurnar.


Nemendur merktu við lesnar bækur á laufblöð. Laufblöðin voru mismunandi á litinn eftir bekk og árgangi. Þau voru hengd á tré sem við fengum í skólaskóginum okkar í Öskjuhlíð.
Lestarspretturinn var mjög vel heppnaður og formið ýtti undir það.
Eins og áður kynntust þau nýjum höfundum sem leiða þau á nýjar slóðir.
Kennarar eiga hrós skilið fyrir að gefa lestarsprettinum tíma og áhuga.
Tréð hefur sómt sér vel hér á bókasafninu og er góður vitnisburður um lestur barnanna. Við stefnum á annan lestarsprett með vorinu.
Kveðja
Hrafnhildur og Unnur

lesturbestur
lestrartre
Print

Jól á skólasöfnum

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Þá er aðventan gengin í garð og flestir farnir að draga fram jólabækurnar og stilla þeim upp. Við vorum svo heppin að fá skemmtilega sendingu frá Vigni í Laugarnesskóla en hann heldur skemmtilega upp á aðventuna. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá setur hann jólabækur upp á áberandi hátt og merkir með þessum skemmtilegu spjöldum sem hann hefur plastað og fest á hillugaflinn en þau eru hægt er að nálgast hér.Til þess að hvetja nemendur til að lesa jólabækurnar þá útbjó Vignir jólabókamerki, þar sem nemendur skrá niður hverja þá jólabók sem þeir lesa og einnig hvenær bókin er tekin og henni skilað. Þegar nemendur hafa lokið við 5 bækur (mætti hafa þær færri eða fleiri eftir árgöngum) draga þeir eitt gamalt jólasveinanafn t.d. Baggalútur/Fannafeykir/Guttormur/Tífill/Smjörhákur (sjá hér). Síðan fá þau viðurkenningarskjal (sjá hér) með nafninu sínu, bekk og jólasveinaviðurnefninu sem þau drógu. Margir hafa notað þetta flotta verkefni frá Vigni og Heiða í Háteigsskóla útbjó bókamerki þar sem nemendur skrifa sitt gamla jólasveinanafn á. pdfHér er hægt að nálgast það. Vignir er ekki með neinn ákveðinn aldur í huga, gæti eflaust hentað yngsta og miðstigi, allt eftir úrvali af jólabókum á hverjum stað. Það væri hægt að velja ákveðna bekki í þetta eða gefa þetta alveg frjálst. Vignir er að prófa þetta í fyrsta skiptið nú í ár og það ætlum við einnig að gera í Korpu. Þess má geta að Vignir hafði samband við þá hjá MS og fékk leyfi fyrir myndum sem eru á meðfylgjandi skjölum. Gaman væri að heyra um fleiri jólahefðir eða jólaverkefni á skólasöfnum og eins ef einhver prófar þetta, að leyfa okkur að fylgjast með.

jolamidar

Print

Heimsókn í Árskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að ég hef gaman af því að heimsækja aðra skóla og þá sér í lagi skólasöfnin. Nú í nóvember átti ég erindi norður á Sauðárkrók og þrátt fyrir að það væri helgi datt mér í hug að hafa samband við skólasafnskennarann í Árskóla og athuga hvort hægt væri að taka á móti mér. Það reyndist auðsótt mál og fékk ég góðar móttökur hjá Erlu Kjartansdóttur sem þar ræður ríkjum. Skólasafnið er vel staðsett á annarri hæði í nýrri byggingu í skólanum og er Erla þar í fullu starfi. Hún sinnir safnakennslu og vinnur í nánu samstarfi við tölvukennarann í samþættum verkefnum. Skólasafnið er vel búið bókum og öðrum gögnum. Á safninu sjálfu eru nokkrar tölvur sem nemendur geta unnið í en einnig eru tvö tölvuver inn af safninu, eitt lítið og annað stærra. Safnið er tengt við Metrabók skráningarkerfið. Það var gaman að heimsækja þetta fallega safn og vonandi á ég eftir að koma þangað seinna þegar nemendur eru við störf.

Print

Sögupersónur í bréfpoka

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Átti erindi í Háaleitisskóla - Hvassó nú á dögunum og rakst á óvænt inn í kennslustofu hjá Iðunni Pálu Guðjónsdóttir umsjónarkennara í 3. bekk. Það sem vakti athygli mína var skemmtilegt verkefni unnið úr barnabókum. Nemendur völdu sér sína uppáhalds sögupersónu úr bók sem þeir höfðu lesið eða heyrt. Þeir teiknuðu mynd af henni og klipptu út, skrifuðu um söguna og veltu fyrir sér hvað þeim líkaði við sögupersónuna og hvað ekki. Ofan í pokanum var heftur bandspotti með nokkrum hlutum úr sögunni. En myndir segja meira en mörg orð. 

Hér er einnig hægt að sjá vefsíðu með samskonar verkefni. 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5