Heimsókn í Háaleitisskóla Álftamýri
Starfsfólk á skólasöfnum í Reykjavík hittist í hverjum mánuði á svokölluðum "bókvalsfundum" sem Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur heldur utan um. Of hittumst við á skólasafni Háaleitisskóla Hvassó þar sem Skólasafnamiðstöðin er þar til húsa en einnig fáum við oft heimboð í aðra skóla, höldum fundina þar og fáum kynningu á starfinu. Mánudaginn 17. febrúar var fundurinn haldin í Háaleitisskóla Álftamýri sem áður hét Álftamýrarskóli en var sameinaður Hvassaleitiskóla. Á skólasafninu starfar Arnþrúður Einarsdóttir en hún sér um skólasöfnin á báðum starfsstöðvum. Er tvo daga í Hvassó og þrjá í Alftamýri.
Safnið í Álftamýri er í skemmtilegu og björtu húsnæði í nýrri viðbyggingu í miðjum skólanum.Tölvuver skólans er inn af safninu.