Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Norræna bókasafnsvikan 2013

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

norræna

 

Norræna bókasafnsvikan stendur nú yfir en henni er ætlað að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum. Að þessu sinni er þemað „Vetur á Norðurlöndum" og er sjónum beint að þeirri breytingu sem verður í náttúrunni og á okkur sjálfum þegar veturinn brestur á. Til upplestrar hafa verið valdar textarnir Vetur hjá Plúpp eftir Ingu Borg frá Svíþjóð fyrir yngstu börnin og kaflinn Sila, ævintýri um breytingar á andrúmslofti jarðar eftir og Lönu Hansen frá Grænlandi fyrir eldri. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast textana og einnig upplýsingar um verkefni í heild.

Vetur hjá Plúbb

Sila, ævintýri um breytingar á andrúmslofti jarðar.

Nánar um verkefnið

 

Print

Innlit í tvö skólasöfn

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á haustdögum hafði fékk ég tækifæri til að heimsækja tvo skóla utan höfuðborgarinnar og lagði áherslu á að koma á skólasöfnin. Þetta voru Grunnskólinn í Borgarnesi og Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit.


Grunnskóli Borgarness er meira en 100 ára gamall skóla og stendur á fallegum stað í gamla bænum. Við skólann stunda um 300 nemendur nám í 1. til 10. bekk. Í skólanum er skólasafn sem opið er á starfstíma skólans. Um það sér Björg Kristófersdóttir kennari. Hún aðstoðar nemendur við val á bókum og er kennurum innan handar þegar þeir þurfa bækur í ritgerðarvinnu eða aðrar verkefnavinnu. En ekki er um skólasafnskennslu að ræða.


Heiðarskóli er lítill skóli með aðeins um 80 nemendur. Húsnæðið er nýtt og glæsilegt og rúmar fleiri nemendur heldur en eru þar núna. Skólasafnið er í fallegu húsnæði og í því eru stórir gluggar sem vísa út að fjöllunum. Þar er flottur legusófi og get ég ímyndað mér að þar sé gott að liggja, lesa góða bók og láta sig dreyma. Á safninu starfar Jónella Sigurjónsdóttir kennari og sér hún um að halda öllu í horfinu. Nemendur í 1. -3. bekk fá bókasafnsfræðslu en nemendur í 4. -7. bekk fá tíma á safni en án kennara.

Print

Villt dýr á skólasafni

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á vorönn í fyrra var unnið skemmtilegt verkefni á skólasafni Kelduskóla - Korpu. En þá unnu skólasafnskennari og kennari í upplýsingamennt í samstarfi við bekkjarkennara stórt verkefni um villt dýr. Kveikjan að því verkefni var vinna í bekkjarstofum um Örkina hans Nóa sem unnin var í anda Byrjendalæsis. Því var ákveðið að halda áfram að vinna með dýr á skólasafni. Afraksturinn prýðir safnið, bæði sem fallegt verkefni og fróðleikur.

pdfHér má nálgast verkefnið.

Print

Geimverur vilja vera í brókum

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Það er gaman þegar maður dettur niður á skemmtilegar bækur til að lesa fyrir nemendur í yngstu bekkjunum. Á skólasafninu í Korpu eru sögustundir fyrir 1. bekk og þá er gjarnan lesin saga og mynd teiknuð eða önnur námshandavinna. Bókin Geimverurnar vilja vera í brókum eftir Claire Freedman og Ben Cort er einmitt svoleiðis bók. Byrjað var á sögustund og þar sem sagan var lesin og spjallað um leið. Þá fengu nemendur að spila samstæðuspil sem kennarinn var búinn að útbúa en það er hægt að finna það hér. Í næsta tíma áttu nemendur að teikna og lita nærbuxur sem hengdar voru á snúru á safninu. Þetta fannst þeim skemmtilegt verkefni og sagan fyndin. Einhverjir hafa síðan unnið með þessa sögu í byjendalæsi.

Hér eru síðan tveir tenglar með fullt af skemmtilegum hugmyndum.

http://www.aliensloveunderpants.com/

http://www.teachingideas.co.uk/library/books/aliensloveunderpants.htm

Print

Með bók í hönd í Seljaskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á undanförnum misserum hefur mikið  verið unnið með lestur í Seljaskóla. Tilgangurinn er að auka lestrarfærni nemenda og nota þær til þess ýmsar leiðir. Kennsluaðferðirnar Byrjendalæsi og Orð af orði hafa verið innleiddar en ásamt því hefur "Húslestur" orðið fastur liður á dagatali. Þær Kristín Ármannsdóttir og Elín Traustadóttir sem hafa haft veg og vanda af þróunarverkefni sem þær kalla Með hönd í bók en þar var lögð áhersla á lestur drengja. Eitt af því er gert var til að ná þessu markmiði var að efna til Bókamessu en á hana voru boðnir rithöfundar sem hafa skrifað bækur sem höfða sérstaklega til drengja.  Var þetta vel heppnuð uppákoma og vakti ánægju hjá nemendum. Ávinningur af þessu verkefni var meiri áhugi á bókum og lestri og heimsóknir á skólasafnið urðu fleiri.

pdfHér er hægt að lesa lokaskýrslu þeirra og er ég viss um að margir geta nýtt sér hugmyndir þar.

Við þökkum þeim Kristínu og Elínu fyrir að leyfa okkur að birta þetta efni og gaman væri að heyra frá fleirum skemmtilegum verkefnum.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5