Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Alþjóðadagur læsis í Brekkubæjarskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í Brekkubæjarskóla á Akranesi er starfrækt öflugt lestrarteymi. Fulltrúar þess eru afskaplega duglegir og áhugasamir um að efla lestrarfærni nemenda skólans. Það var því kjörið tækifæri að hafa sérstakt lestrarátak til að minna á Alþjóðadag læsis og Bókasafnsdaginn. Þriðjudagsmorguninn 10.september var lestrarstund í skólanum með yfirskriftinni Allir lesa. Allir starfsmenn og nemendur lásu frá kl. 8:30 - 8:50 sama í hvaða námsgrein þeir voru staddir og lesa mátti hvar sem var í skólanum. Foreldrar voru hvattir til að koma og lesa með börnum sínum.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slík lestrarstund er haldin í skólanum og því gekk þetta eins og í sögu og allir lásu sér til yndis og ánægju. Það sem einna ánægjulegast var við þessa stund var að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta og eiga notalega stund með börnum sínum.
Hægt er að sjá fleiri myndir á heimasíðu Brekkubæjarskóla, brak.is.

hallbera

Print

Lestur er bestur - spjaldanna á milli

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

8. september er alþjóðadagur læsis. Allt frá árinu 1965 hefur UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, tileinkað deginum málefni læsis og lýst því yfir að læsi sé kjarni alls náms og snerti alla bæði börn og fullorðna. Í ár er svo Bókasafnsdagurinn mánudaginn 9. september undir slagorðinu „Lestur er bestur – spjaldanna á milli."
Víða er haldið upp á þessa daga, um þá er fjallað í fjölmiðlum og Bókasafnsdagurinn notaður til að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu. Hér gefst skólasöfnum tækifæri til að láta að sér kveða. Nú þegar nýlegar niðurstöður úr reglubundinni lesskimun skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar upplýsa okkur að aðeins 69% barna í 2. bekk geta lesið sér til gagns er brýnt að skólasöfn nái til notenda sinna og sái nokkrum góðum yndislestrarfræjum meðal þeirra.
Skólasöfn grunnskólanna hafa átt undir högg að sækja en eiga nú uppreisnarvon með nýrri aðalnámskrá. Þar á að fara fram fræðsla á sviði upplýsingar – og tæknimenntar sem felst í að efla upplýsinga- og miðlalæsi allra nemenda skólans. Það er ekki óalgengt að skólasafn og tölvuver skóla séu aðskilin en með hraðri þróun í upplýsingatækni er nokkuð ljóst að hér er um sameiginlegan náms- og þekkingar vettvang að ræða sem í nýrri aðalnámskrá kallast upplýsingaver. Í upplýsingaveri þykir sjálfsagt að veita notendum jafnan aðgang að bóklegum og rafrænum upplýsingum.

Print

Bókasafnsdagurinn 2013

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Upplýsing í samvinnu við bókasöfn í landinu gengst fyrir Bókasafnsdegi MÁNUDAGINN 9. september 2013. Slagorð dagsins eru Lestur er bestur. Skólasöfnin hafa oft verið með eitthvað skemmtilegt á dagsrká þennan dag. En á vefsíðu Upplýsingar er hægt að finna margar skemmtilegar hugmyndir. Við í Kelduskóla - Korpu tókum forskot á sæluna og vorum með skemmtilegt verkefni í dag. Nemendur komu á safnið og skrifuðu með glerlitum á rúðurnar á safninu nafnið á uppáhalds bókinni sinni ásamt sínu nafni. Þetta fær að standa fram eftir haust. Þeim fannst þetta flestum nokkuð skemmtilegt en um leið eru þetta góðar leiðbeiningar fyrir þá sem eru í bókarleit. Hugmyndin var fengin Hjá Vigni í Laugarnesskóla. 

 

Print

Heimsókn til Stokkhólms

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í byrjun sumars þegar skólar voru rétt að ljúka starfsárinu var ég á ferð í Stokkhólmi og fékk að heimsækja skólabókasafn Södermalmsskolan. Skóli þessi er í miðborg Stokkhólms og er heildstæður grunnskóli með 750 nemendum. Janna Borg starfaði við safnið í hlutastarfi en sinnti jafnframt því kennslu í ensku. Næsta skólaár mun hún starfa við annan skóla í borginni en við hennar starfi tekur Malin Fransson sem er bekkjarkennari á yngsta stigi. Þær tóku báðar á móti mér og sögðu mér frá starfinu og þeirra sýn á hlutverk safnsins. Þær sögðu mér frá fleiri skemmtilegum söfnum sem vert væri að skoða en það þarf að bíða betri tíma.

Í sömu ferð heimsótti ég Kulturhuset en það hýsir meðal annars bókasöfn. Í húsinu er mjög gott barnabókasafn; Rum för barn sem er skemmtilega sett upp og hvet ég ykkur til að heimsækja það ef þið eruð á ferð í Stokkhólmi. Safnið skiptist í þrjú herbergi eftir aldri barnanna og lögð er áhersla á notalegt umhverfi þar börn geta gleymt sér í draumaheima bókanna.

Print

Ritgerðarvinna

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Það er gaman að fá fréttir af því þegar kennarar nota vefinn þegar þeir eru að leita að hugmyndum til að nota í kennslu. Við fengum ábendingu um það um daginn. Þær Helga Guðfinna Hallsdóttir  og Elín Ósk Vilhjálmsdóttir kennarar í Sæmundundarskóla  létu  nemendur sína í 5. bekk skrifa ritgerð um valbók og fengu hugmyndir af því hér á síðunni. Þær gerðu síðan gott betur en það og stilltu ritgerðunum upp á skemmtilegan hát í stofunni.  Gaman væri að heyra frá fleirum sem luma á skemmtilegum verkefnum sem tengjast skólasöfnum, lestri og ritun. 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5