Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Sjóræningjar í Kópavogsskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í apríl var haldin sjónræningjahátíð í Kópavogsskóla en hún var í tengslum við lestrarsprett sem staðið hafði í tvær vikur. Anna Ingibergsdóttir á skólasafninu fékk þessa skemmtilegu hugmynd frá Norðlingaskóla. Á meðan á lestraspretti stóð fengu nemendur fræðslu um Tyrkjaránið. Nemendur voru duglegir að lesa á hverju degi og fyrir hvern klukkutíma sem lesin var fengu þeir sjónræningjapeninga sem þeir settu í fjársjóðskistu. Eftir hverjar tvær bækur gátu nemendur valið sér sjónræningjamyndir sem hengdar voru upp á sjónræningjavegginn á skólasafninu (sjá myndir). Kennarar gátu svo komið með hópa á safnið til að föndra sjónræningjahatta og lepp. Nemendur útbjuggu lestrarfjársjóðsbók sem þeir fylltu út í þessar tvær vikur. Allir fengu sjóræningjapening í bókina og mynd af sér með sjóræningjahattinn og leppinn svo eitthvað sé nefnt.
Hver árgangur var með ákveðinn lit af sjóræningjapeningum. Anna mælir eindregið með því að allir prófi að hafa sjónræningjalestrasprett því börnin voru spennt fyrir þessu og mættu næstum daglega á safnið til að skipta um bækur og fá sjóræningjapeninga fyrir lesturinn. Anna auglýsti eftir sjónræningjadóti hjá kennurum og fékk tvær flottar kistur til að nota. Önnur var notuð undir sjónræningjapeninga en hin undir gull og gersemi. Ákveðið hefur verið að vera með Lestrarsprett á hverju skólaári og verður þá eitthvað annað þema á næsta skólaári.

Anna var svo elskuleg að deila með okkur því efni sem hún var með og færum við henni bestu þakkir.

docxSjónræningjarþema

pdfAuglýsing um myndatöku

pdfHattur

 

Print

Námskeið í frásagnalist

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Print

Sólargeislar í Kelduskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Lestrarátak var í Kelduskóla á dögunum.  Nemendur lásu  sögubækur og í sumum bekkjardeildum  lásu nemendur bækur eftir ákveðna höfunda. Eftir að hafa klárað bók eða ákveðinn blaðsíðufjölda fékk viðkomandi  nemandi sólargeisla og skrifaði á hann upplýsingar um bók og höfund og setti það umhverfis sól. Í Korpu söfnuðu nemendur geislum á sömu sólin en þar sem fleiri nemendur eru í Vík þá voru fleiri sólir sem skinu þar. Óhætt er að segja að vorið sé að og sólin brosi við lestrageislum Kelduskóla.

Print

Astrid Lindgren í Selásskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Í Selásskóla er löng hefð fyrir þemavinnu en þá er hefbundið skólastarf brotið upp og allir nemendur skólans vinna að sama verkefni. Nú í vikunni voru einmitt þemadagar í skólanum og að þessu sinna urðu Astrid Lindgren og sögur hennar fyrir valinu. Nemendum var skipt upp í aldursblanaða hópa og í sameiningu sköpuðu þau þrjá ævintýraheima Astridar, Kattholt, Sjónarhól og Matthíasarskóg. Þarna var hægt að skoða heimili Emils, útbúnir voru spýtukarlar, hoppað var yfir helvítisgjánna og persónur í sögunum tóka ljóslifandi á móti gestum.

Print

Heimsókn í Laugarnesskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Fagfólk á skólasöfnum sem starfa við Grunnskóla Reykjavíkur hittist reglulega í fyrir tilstilli Skólasafnamiðstöðvar Reykjavíkur. Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem nýjar bækur eru kynntar. Flestir fundir hafa farið fram í Háaleitisskóla – Hvassó þar sem Skólasafnamiðstöð er til húsa en einnig kemur fyrir að þeir séu haldnir í öðrum söfnum. Þann 8. apríl fór slíkur fundur fram í Laugarnesskóla. Sigríður Heiða skólastjóri tók á móti hópnum og ræddi um gangsemi góðs skólasafns og hversu mikilvægu hlutverki það gegndi í námi barna. Vignir Ljósálfur Jónsson sem veitir safninu forstöðu sagði frá skemmtilegu lestrarhverjandi sem tengist drekum. En í því geta nemendur unnið sig upp í að verða drekameistarar af fyrstu, annarri eða þriðju gráða eftir að hafa lesið ákveðna titla af bókum sem eiga það sameiginlegt að tengjast drekum. Vonandi fáum við meira að heyra frá þessu verkefni Vignis á næstunni. En skólasafnið í Laugarnesskóla er staðsett í nýju húsnæði og er einstaklega skemmtilegt. Öllu er nostursamlega komið fyrir og merkingar líflegar og góðar. Á safninu fer fram kennsla með hefðbundnum hætti og kennt á þremur önnum. Nemendur í 2., 3. og 4. bekk fá fasta tíma á safninu, nemendur í 5. og 6. bekk fá afnot af fjórum tölvum skólasafnsins og aðstoð við heimildaöflun.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5