Ljóðapríl
Langaði að vekja athygli ykkar á viðburði sem nú er haldinn í þriðja sinn á Fésbókinni undir nafninu Ljóðapríl. Það eru þær Rósa Harðardóttir kennari í Kelduskóla og Anna Þóra Jónsdóttir kennari í Breiðagerðiskóla sem standa fyrir þessu. En aprílmánuður er tileinkaður ljóðlistinni. Allan mánuðinn er hátið á Fésbókinni þar sem hægt er að birta ljóða bæði frumsamin og eftir aðria bara muna eftir að taka fram hver höfundurinn er. Margir setja ljóðin bæði inn á viðburðinn og einnig í statusinn sinn og gaman að er fygljast með skemmtilegum umræðum sem spretta upp um einstaka ljóð. Ef þú hefur skemmtilegar ábendingar um höfunda, ljóð eða jafnvel leið til þess að virkja skáldið í okkur hinum þá er um að gera að deila því með okkur. Ef þú dettur alveg í ljóðin og getur bara ekki stoppað þá er hægt að finna frábærar hugmyndir á eftirfarandi tengli: http://www.poets.org/page.php/prmID/94
Í Breiðagerðiskóla verður Ljóðapríl hjá nemendum og gaman verður að fylgjast með því verkefni. Ef skólinn á Ipad þá er um að gera að leyfa nemendum á spreyta sig á Segulljóðum sem er íslenskt forrit sem virkjar sköpunargáfur notandans og kveikir áhuga á tungumálinu. Það eru þau Guðný Þorsteinsdóttir og Friðrik Magnússon sem hafa hannað það.