Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Ljóðapríl

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Langaði að vekja athygli ykkar á viðburði sem nú er haldinn í þriðja sinn á Fésbókinni undir nafninu Ljóðapríl. Það eru þær Rósa Harðardóttir kennari í Kelduskóla og Anna Þóra Jónsdóttir kennari í Breiðagerðiskóla sem standa fyrir þessu.  En aprílmánuður er tileinkaður  ljóðlistinni. Allan mánuðinn er  hátið  á Fésbókinni þar sem hægt er að birta ljóða bæði frumsamin og eftir aðria bara muna eftir að taka fram hver höfundurinn er. Margir setja ljóðin bæði inn á viðburðinn og einnig í statusinn sinn og gaman að er fygljast með skemmtilegum umræðum sem spretta upp um einstaka ljóð.  Ef þú hefur skemmtilegar ábendingar um höfunda, ljóð eða jafnvel leið til þess að virkja skáldið í okkur hinum þá er um að gera að deila því með okkur. Ef þú dettur alveg í ljóðin og getur bara ekki stoppað þá er hægt að finna frábærar hugmyndir á eftirfarandi tengli: http://www.poets.org/page.php/prmID/94

Í Breiðagerðiskóla verður Ljóðapríl hjá nemendum og gaman verður að fylgjast með því verkefni. Ef skólinn á Ipad þá er um að gera að leyfa nemendum á spreyta sig á Segulljóðum sem er íslenskt forrit sem virkjar sköpunargáfur notandans og kveikir áhuga á tungumálinu. Það eru þau Guðný Þorsteinsdóttir og Friðrik Magnússon sem hafa hannað það. 

Print

Sjónræningjar, indíanar og Harry Potter

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Sú hefð hefur skapast í mörgum skólum að efna til lestrarátaks einu sinni eða tvisvar á skólaárinu. Tilgangurinn er að auka lestrarfærni nemenda ásamt því að efla áhuga á lestri góðra bóka. Þá fær lestur aukið vægi í stundarskrá skólans og nemendur eru einnig hvattir til að lesa meira heima. Stundum er allur skólinn í átaki á sama tíma og þá jafnvel með ákveðnu þema sem endar á uppskeruhátið. Við vorum svo heppin að fá þrjár skemmtilegar hugmyndir frá  henni Eybjörgu Dóru Sigurpálsdóttur í  Norðlingaskóla til að deila með ykkur þar sem indíánar, sjóræningjar  og töfrar Harry Potters voru við völd. 

Indíanalestrarsprettur

Sjóræningjalestrarsprettur

Harry Potter

 

Print

Næturlestur

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Til að glæða áhuga nemenda enn frekar á lestri hefur skapast sú hefð  í Kelduskóla/Korpu að nemendur í 7.bekk gista eina nótt á skólasafninu og lesa. Þessa hugmynd fengum við upphaflega frá Ingibjörgu Baldursdóttur sem var bóksafnsfræðingur í Flataskóla í Garðabæ. Skipulagið er þannig að nemendur mæta um klukkan 20 og koma sér fyrir á skólasfninu. Þegar allir hafa komið sér fyrir þá hefst lesturinn. Misjafns er hvaða bók er lesin  en oftar en ekki hefur bókin Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím Þráinsson verið bók næturinnar en hún er heldur betur draugleg og gott ef Axlar-Björn hafi ekki verið í draumum nemenda þessa nótt. Þá er haldin kynning á bókinni og Þorgrímur mætir í heimsókn ef hann hefur tök á því. Hann segir  nemendum frá tilurð bókarinnar og nemendur koma með spurningar. Ljósin voru slökkt klukkan 12 en nemendur mega vaka eins lengi og þeir vilja við lestur og þá er gott að hafa vasaljós meðferðis. Margir ná að klára bókina en þeir sem ná því ekki taka hana með sér heim. Morgunverður er svo snæddur um klukkan átta og að því loknu þá hefst næsti skóladagur. 

Print

Stjörnulestur í Ártúnsskóla

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Löng hefð er fyrir því að bókasafn Ártúnsskóla standi fyrir lestrarátaki í skólanum, í formi lestrarspretts. Í ár stóð átakið yfir í hálfan mánuð og fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar. Yfirheiti átaksins í ár var „Stjörnulestur nemenda"  enda var stjarna einkenni átaksins í ár.

Bókaval var frjálst hjá yngstu og elstu nemendunum, en tekið fram að bókaval ætti að hæfa getu og aldri. Norrænum höfundum, þar með talið íslenskum, var haldið að 3., 4. og 5. bekk.

Samkvæmt nýrri aðalnámskrá eru sex grunnþættir lagðir til grundvallar öllu skólastarfi. Tveir þessara grunnþátta eru læsi og sköpun og eru þeir samþættir í lestrarsprettinum, með því að láta listsköpun auka vægi átaksins um leið og það verður sýnilegra og skemmtilegra.

Söfnuðu nemendur stjörnu með hverri lesinni bók. Auk þess voru stjörnurnar notaðar í sameiginlegt listrænt verk hvers bekkjar fyrir sig. Loka verkin voru mjög fjölbreytt og fengu nöfn eins og: Lestrarstjörnur englanna, Þið eruð stjörnur, Himingeimurinn (samþætting með samfélagsfræði í tveimur árgöngum), Með stjörnur í augunum og Uppáhaldsstjörnubókin mín.

Kepptu svo yngri og eldri bekkir um flestar lesnar blaðsíður og fengu viðurkenningu og bikar til varðveislu í eitt ár. Fengu nokkrir bekkir viðurkenningarskjal fyrir listræna útfærslu. Auk þess fengu allir bekkir skólans viðurkenningu fyrir þátttöku í lestrarsprettinum.

Skólasafnið stóð einnig fyrir sameiginlegri kennslustund á tímabilinu, þar sem yndislestur fór fram víðs vegar um skólann. Lestraráhugi var mikill hjá nemendum, sem létu enga stund fram hjá sér fara við að grípa í bók.

Með stjörnukveðju úr Ártúnsskóla

Guðrún Þ.

Hér eru sýnishorn af viðurkenningarskjölum sem nemendur fengu.

Print

Stærðfræði í barnabókum

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Á degi stærðfræðinnar er ekki úr vegi að vekja athygli á því að barnabókmenntir henta oft vel til þess að auka skilning barna á báðum námsgreinum og um leið nýta nemendur reynslu sína og veruleika bókanna og ýtir það undir stærðfræðilegar vangaveltur.
Í nýjasta tölublaði samtaka stærðfræðikennara Flatarmál er sagt frá verkefni sem unnið var í 5. bekk í Kelduskóla- Korpu síðastliðinn vetur. En umsjónarkennarinn Þuríður Ágústsdóttir nýtti þá stærðfræðiheftið Töfrar sem gefið er út af Námsgagnastofnun sem uppsprettu í stærðfræði.  Í þessu hefti tengjast verkefnin bókinni Abrakadabra eftir Kristínu Steinsdóttur.  Samhliða því að bókin var lesin voru umræður og verkefni voru unnin. Hér er hægt að nálgast greinina.
Vert er að benda á að árið 2002 gaf Flötur út hugmyndaheftir Stærðfræði og bókmenntir en í því eru margar skemmtilegar hugmyndir fyrir alla aldurshópa.

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5