Norræna bókasafnsvikan
Norræna bókasafnsvikan stendur nú yfir en henni er ætlað að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum. Að þessu sinni er þemað margbreytileiki á Norðurlöndunum og er sjónum beint að langri sögu menningarlegs fjölbreytileika í þessum löndum. Textarnir sem valdir voru til upplestrar í öllum löndum að þessu sinni eru kafli úr bókinni Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner fyrir yngri börnin og kafli úr úr bókinni Ég er Zlatan Ibrahimovic fyrir eldri. En þess má geta að sú bók er talin eiga sinn þátt í að auka lestur drengja um allan heim. Í Kelduskóla – Korpu var textinn um Zlatan lesinn í 4. og 5. bekk og á meðan á lestri stóð var myndum af goðinu varpað upp á vegg ásamt því að brugðið var upp kortum af löndum þeim sem hann tengist. Gott er að vera búin að kynna sér sögu þessa fótboltamanns áður en dagskrá hefst og það gæti einnig hentað að endursegja frekar en að lesa. Gaman væri að heyra frá þeim söfnum sem hafa gert meira úr dagskránni.
Thorbjørn Egner - Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi
Zlatan Ibrahimovic - Ég er Zlatan Ibrahimovic
Hér er hægt að kynna sér verkefnið í heild