Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Norræna bókasafnsvikan

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Norræna bókasafnsvikan stendur nú yfir en henni er ætlað að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum. Að þessu sinni er þemað margbreytileiki á Norðurlöndunum og er sjónum beint að langri sögu menningarlegs fjölbreytileika í þessum löndum. Textarnir sem valdir voru til upplestrar í öllum löndum að þessu sinni eru kafli úr bókinni Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner fyrir yngri börnin og kafli úr úr bókinni Ég er Zlatan Ibrahimovic fyrir eldri. En þess má geta að sú bók er talin eiga sinn þátt í að auka lestur drengja um allan heim. Í Kelduskóla – Korpu var textinn um Zlatan lesinn í 4. og 5. bekk og á meðan á lestri stóð var myndum af goðinu varpað upp á vegg ásamt því að brugðið var upp kortum af löndum þeim sem hann tengist. Gott er að vera búin að kynna sér sögu þessa fótboltamanns áður en dagskrá hefst og það gæti einnig hentað að endursegja frekar en að lesa. Gaman væri að heyra frá þeim söfnum sem hafa gert meira úr dagskránni.

Thorbjørn Egner - Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi 

Zlatan Ibrahimovic - Ég er Zlatan  Ibrahimovic

Hér er hægt að kynna sér verkefnið í heild

Norræna-bókasafnavikan-2012-170x130

Print

Óðinn og bræður hans á Hellu

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Sigurlína Magnúsdóttir sem starfar á skólasafni Grunnskólans á Hellu hefur unnið skemmtilegt verkefni sem tengist norrænni goðafræði. Nemendur í 4. bekk hlustuðu á söguna um Óðin og bræður hans eftir Iðunni Steinsdóttur á skólasafninu. Þá var spjallað um innihaldið og fleiri bækur um goðafræðina voru skoðaðar. Nemendur völdu sér persónur úr bókinni, teiknuðu þær og fóru síðan með þær til textílkennarans Þórhöllu Þráinsdóttur, þar sem þeir útfærðu myndirnar sínar í efni og gerðu veggteppi. Á meðan nemendur unnu að myndunum sínum á skólasafninu var bókin Gersemar goðanna eftir Selmu Ágústdóttur lesin. Þess má geta að þegar sömu nemendur voru í 3. bekk var unnið á svipaðn hátt með Njálu. Þá var lesin bókin Njála eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Nemendur völdu sér persónur eða atburði úr sögunni, teiknuðu og yfirfærðu á efni í textílmennt og bjuggu til veggteppi.

Teppi 4.b. norrn goafri 002

teppinjala0328-1

Print

Skólasafnavefurinn

Written by Rósa Harðardóttir on . Posted in Fréttir

Nú hefur þessi vefur verið í loftinu í nokkra mánuði. Við lentum í erfiðleikum sem er verið að leysa úr. Þökkum fyrir þolinmæðina á meðan lagfæringar stóðu yfir. Á forsíðunni munum við birta fréttir  frá skólasöfnum, skemmtilegum verkefnum og öðru sem á erindi til ykkar sem starfið á skólasöfnum út um allt land. Verið duglega að senda okkur inn efni og myndir.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5