Finndu okkur á Facebook
velkomin
Prenta

Á grænni grein

Posted in lestrarátök

Lestrarátak var haldið í Kelduskóla/Korpu nú í vor.

Allir bekkir skólans tóku þátt á sama tíma.  Markmiðið er að lesa sem mest á þessum tíma til að auka lestrarfærni nemenda og glæða áhuga þeirra á bóklestri. Nemendur lásu bæði heima og í skóla.

Hver nemandi skráði á laufblað upplýsingar um lesna bók og síðan voru laufblöðin hengd upp á tré sem hafði verið  komið fyrir á áberandi staði í skólanum. Hver árgangur var með sinn lit á laufblöðum. Umsjónarkennarar héldu  utan um fjölda lesinna blaðsíðna.

Þær bækur sem nemendur máttu lesa:

      1. bekkur: Hvaða  bækur sem er og einnig voru foreldrar og kennarar hvattir til að lesa fyrir börnin og var sá lestur skráður.

2.– 3. bekkur: Máttu lesa hvaða bækur sem er.

4. – 5. bekkur:  Máttu lesa  bækur  eftir íslenska höfunda. Þegar nemendur hafði lokið bók áttu þeir að finna út hvaðan af landinu viðkomandi höfundur væri og merkja það á landakort sem búið var að hengja upp í stofunni. Tengt námsefni í samfélagsfræði.

6. -7. bekkur: Máttu  lesa bækur eftir norræna höfunda aðra en íslenska. Búið var að merkja þær bækur á skólasafninu til þess að auðvelda nemendum að finna  bækur sem voru í boði. Þegar nemendur höfðu lesið bók og skrifað á laufblað upplýsingar um bókina þá límdu þeir fána viðkomandi höfundar á laufblaðið.

Hér er hægt að nálgast tvær gerðir af laufblöðum.

lestur3

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5